fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Nýju þjónarnir – eins og á tíma eyrarvinnunnar

Egill Helgason
Sunnudaginn 25. febrúar 2018 23:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn skrifaði ég greinarstúf um hark-hagkerfið – the gig economy. Þarna eru að verða gríðarlega miklar breytingar á vinnumarkaði og ekki endilega til góðs. Ég fékk nokkur viðbrögð við greininni sem mér þykja athyglisverð – og bæta talsverðu við það sem ég skrifaði.

Þetta er frá Reyni Eggertssyni – úr frumkapítalismanum, í gegnum velferðarkerfið og aftur til baka í frumstæðan kapítalisma:

Nýtt er víst ekkert undir sólunni, segir þar. Muna menn ekki lengur Eyrina og hóp verkakarlanna þar, eldri sem yngri, sem hver um sig beið eftir að verkstjórinn benti til hans fingri og segði: Þú! Þar með fékk hann vinnu þann daginn í uppskipun. Skv. mínu minni raunar ekki vinnu heldur þrælarí oní ljóslausri kaldri lest á fraktskipti og entist þann tíma sem lestunin/aflestunin tók. Happadagur að fá vinnu! Nei, þetta er ekki nýtt. Borgarastétt Reykjavíkur fyrri hluta aldarinnar lifði blómlega og vel vegna hins hræbillega vinnuafls kvenna og karla og barna og gamalmenna í bænum. Nefnum ekki þrælahald sveitalífsins. Við komum úr frumkapítalismanum í gegnum velferðarkerfið eftir síðari heimstyrjöldina og erum á hraðferð til baka í enn frumstæðari kapítalisma að því er virðist.

Jóhannes Björn skrifar þetta um upplifun sína í New York – aftur til ársins 1890:

Oft er engu líkara en maður sé kominn til ársins 1890. Í þéttbýliskjörnum í Bandaríkjunum færist það í vöxt að fyrirtæki eins og Amazon sendi fólki vörur heim … meira að segja frysti- og kælivörur. Þegar maður labbar um götur Manhattan blasir við her einstaklinga sem nota handaflið við að draga pakkaðar kerrur á milli húsa. Ég tók nokkra tali og samkvæmt því sem þeir sögðu eru þeir „sjálfstæðir vertakar“ sem fá engar tryggingar, hafa engin réttindi (bera ábyrgð á eigin veikindum o.s.frv.) og uppskera fáránlega léleg laun. Þetta virðist vera þróunin á fleiri sviðum, því það færist í vöxt að alls konar þjónusta sé send heim, t.d. hárklippingar (og litun), nudd o.s.frv.

En Orri Ólafur Magnússon talar um ódýra vinnuaflið sem millstéttin á Vesturlöndum notfærir sér:

Fyrir fáeinum vikum var grein um þessa þróun í DER SPIEGEL „Die neuen Dienstboten“ ( lauslega þýtt : “ nýja þjónustuliðið“ ) að mig minnir að fyrirsögnin hafi verið. Höfundurinn komst að þeirri niðurstöðu að efnahagsleg velgengni þeirra sem rétt aðeins betur mega sín í þjóðfélaginu en sauðsvartur almúginn, svo sem háskólakennara, lækna og annarra háskólaborgara á tiltlölulega sæmilegum launum, byggðist orðið á þessum hóp stritara sem sæju um heimilisstörfin, barnapössun og jafnvel innkaupin. Með þessu móti væri hjónum sem bæði væru í fullu starfi gert kleift að hafa tvöfaldar tekjur , tvo bíla og yfir höfuð að halda úti kostnaðarsömum lífsstíl. Það mætti samt gera ráð fyrir að dæmið gangi ekki upp til lengdar vegna þess að einhvern tímann kæmi að því að þurrð yrði á ódýru vinnuafli frá Austur-Evrópu vegna fólksfækkunar. Þá verða góð ráð dýr.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?