fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Uppnám vegna umskurðar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. febrúar 2018 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Máski eru mörg mál brýnni á Íslandi en umskurður drengja – og hugsanlegt bann við honum. En þetta leggja átta þingmenn til í frumvarpi til Alþingis, þar eru bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstöðuþingmenn, úr Framsókn, Vinstri grænum, Flokki fólksins, og Pírötum, nefnilega þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Inga Sæland, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Ólafur Ísleifsson, Jón Þór Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson.

Sárafáar svona aðgerðir eru framkvæmdar á Íslandi og það er spurning hvort Íslendingar þurfi endilega að ríða á vaðið með það að banna þessa aðgerð. Má kannski segja að þar séum við komin út á grátt svæði – viðbrögðin úr samfélögum gyðinga erlendis hafa ekki látið á sér standa. Fyrir gyðingum er umskurður trúaratriði, en reyndar er það svo að þetta er útbreitt víðar, meðal annars í Bandaríkjunum þar sem umskurður var talinn stuðla að betra heilbrigði.

En eins og segir, málið er ekkert sérlega áríðandi á Íslandi – óvíða er umskurður sjaldgæfari. En mál af þessu tagi getur valdið miklum deilum, sumir álíta að þarna séu mikil prinsípp í húfi. Á Pírataspjallinu hefur verið hart tekist á um umskurð og skipta kommentin hundruðum. Það er Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima, sem hefur gert allt vitlaust með því að andmæla frumvarpinu:

Það var aldeilis umræðan við einföldum vangaveltum og ég ætla ekki að reyna að svara einstökum innleggjum – þau eru víst orðin um 300 en tek þetta saman því þráðurinn er fullur af endurtekningum og aftur endurtekningum eins og biluð plata.

Umskurður drengja er ekki limlesting né misþyrmingar heldur einföld aðgerð sem menn geta kynnt sér í rólegheitunum. Það er eingöngu ysti hluti forhúðarinnar fjarlægður og alveg sama hvað menn spóla í vandlætingagír þá er það lítið inngrip – sé það gert á t.d Landspítalanum – staðreynd!

Umskurður kvenna er aftur á móti gróf limlesting sem er sambærilegt inngrip og gelding – ekki að það sé bókstaflegt eins og einhverjir spaðatíningmenn tiltóku en hvorttveggja eyðir kynhvöt og rústar lífi þeirra sem fyrir verða.

Hvernig sæmilega greindum Pírata dettur í hug að leggja þetta að jöfnu er mér ráðgáta. Frumvarpið leggur til sömu refsingu fyrir báða gerningana sem er eins og setja löðrung og morð í sama refsiflokk –absúrd.

Ég er sammála þeim sem kalla þetta forneskjulegt en þetta er mikilvægt trúaratriði – ekki bara hefð – hjá þeim kynstofni sem hefur mátt þola einar verstu ofsóknir allra tíma og glæpavæðir svo til alla gyðinga sem eiga börn og er alger óþarfi því ingripið er óverulegt.

Allar líkingar um að tattúera, skera af eyrnasneppla o.s.frv. o.s.frv…..eru ekki einu sinni fyndnar og koma málinu ekki við.

Munurinn á umskurði drengja og stúlkna já og tattúeringum eða eyrnasnepplaáráttu er að ekkert trúarrit krefst umskurðar á konum né annarra líkamsmeiðinga.  – En trúarrit gyðingga sem er einn af mest ofsóttu kynþáttum jarðarinnar boðar þeim að innsigla samning sinn við Javeh þannig að þeir skrifa undir hann með umskurði sveinbarna.

Mósebók: Þið skuluð umskera hold forhúðar ykkar. Það sé tákn sáttmálans milli mín og ykkar Hvert átta daga sveinbarn skal umskera meðal ykkar, kynslóð eftir kynslóð.

Þetta er sjálfur sáttmálinn – Það er einfaldlega þátttaka í að banna gyðingdóm með því að greiða þessu atkvæði og ósmekkleg viðbót við viðvarandi gyðingaandúð Íslendinga.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur