Það renna upp nýir tímar í fjármálaþjónustu. Önnur fyrirtæki en bankar geta haslað sér þar völl. Boðið lán og greiðslukort og svo framvegis. Þetta er gert samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandinu.
Við erum í EES og höfum ekkert um það að segja fremur en svo margt sem kemur frá ESB. Við hlýðum bara.
En afleiðingarnar verða í samræmi við þróun undanfarinna áratuga. Almenningur verður skuldugri og skuldsettari. Það er skammtímalausn auðræðisins við sívaxandi ójöfnuði; almúginn getur þá ímyndað sér að hann hafi sömu tækifæri og ríka fólkið. En hákarlar græða – og það verða vitanlega að miklu leyti hinir sömu og áður.
Til dæmis segir hér í frétt RÚV að nýtt fyrirtæki sem ætlar að stunda „greiðslumiðlun“ heiti Aur en eigendurnir eru m.a, Gamma, Borgun og Nova. Eins og sjá má hér er ekkert mál að taka lán.