fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Hálkuveturinn frekar mikli

Egill Helgason
Sunnudaginn 28. janúar 2018 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fórum út í göngutúr í gærkvöldi fjölskyldan. Það var enn einu sinni komin hálka nema þar sem gangstéttir eru upphitaðar – sem er reyndar víða í Miðbænum. Það er lúxus. En hálkan í vetur er varhugaverð. Það rétt frystir við jörðu eftir frostlausa daga, það er blautt á og svo myndast þunn filma af hálku.

Þetta hefur gerst síendurtekið í vetur. Það hefur varla verið neinn snjór sem þarf að moka í burt, en hálkan er illviðráðanleg vegna þess að saltið og sandurinn sem er beitt gegn henni skolast fljótt burt þegar gerir rigningu inn á milli.

Nú í janúar eru liðin hundrað ár frá frostavetrinum mikla. Þá var heimskautaloft yfir landinu, langvinn norðanátt og hafís við landið. Sigurður Þór Guðjónsson, áhugamaður um veður, lýsir tíðarfarinu svona á bloggsíðu sinni:

Barnaskólanum í Reykjavík var lokað meðan mestu kuldarnir stóðu yfir. Daglegt líf hélt annars áfram sinn vanagang þó erfitt sé að ímynda sér hvernig það hefur verið á þessum tíma undir svona kringumstæðum. Þá var hvorki hitaveita né rafmagn. Eldiviðarleysið svarf mjög að mönnum um allt land. Lítið var til af kolum og þau voru svo dýr að alþýða manna gat ekki keypt þau. Stundum var alveg kolalaust nema það litla sem Landsverslunin sá um að dreifa út. Og jafnvel þó eldiviður væri fyrir hendi var kuldinn svo afskaplegur að illmögulegt var að hita upp húsin, að því er Vísir segir. Auk eldiviðarleysis var skortur á almennilegu fæði, hlýjum klæðnaði og rúmfötum.  Sú hugmynd kom upp í lok kuldaskeiðsins að flytja börn hópum saman í Báruna eða Miðbæjarskólann og hita upp svo lífi þeirra og heilsu væri borgið. Um þetta var rætt í Vísi af  mikilli alvöru. Aftur var gengið frá Viðey að Kleppi þ. 21. og lengi þar á undan hafði verið hægt að ganga yfir Skerjafjörð. Þennan dag var ís alveg upp á Kjalarnes. Daginn eftir var þó kominn auður sjór milli Engeyjar og Kjalarness en þ. 23. var autt Engeyjarmegin.

Nú var Gamla bíó farið að sýna myndina Kappið um Rembrandtsmyndina en Nýja bíó „skemmtilega hlægilega“ mynd sem hét Greifadóttir eða mjaltakonan. Það var hins vegar ekkert spaug að hús í bænum voru farin að lyftast á grunnum sínum vegna frostanna og reykháfar að bresta. Á sumum húsum losnuðu þeir hreinlega frá. Vatnsskortur var einnig í Reykjavík og takmarkanir á vatnsnotkun. Vatnið fraus einfaldlega í pípunum. Fá hús munu hafa sloppið við skemmdir á leiðslum.

En veðrið nú í janúar hefur verið milt og stillt, ekki hægt að kvarta undan tíðarfari á nokkurn hátt – fyrir utan hálkuna og slysin sem henni tengjast. Ég hef ekkert sérstakt veðurminni, en þó rifjast upp veturinn 2015 þegar var stanslaus lægðagangur með hvassviðri og ófærð. Þá fóru menn að rifja upp að vetur á Íslandi hefðu oft fengið nöfn. Einna frægust eru Lurkur og Píningur. Þennan vetur stungu menn upp á nöfnum eins og Vindaveturinn mikli, Belgingur og Rokraskat. RÚV birti þetta yfirlit um nöfn á harðindavetrum:

Óaldarvetur í heiðni (976) · Óöld í kristni (1056) · Vetur hinn mikli (1078) · Sandfallsvetur (1105) · Roðavetur (1118) · Sóttarvetur (1153) · Fellivetur (1186) · Nautadauðavetur (1187) · Sandvetur (1226) · Jökulvetur hinn mikli (1233) · Eymuni hinn mikli (1291) · Hrossafallsvetur (1313) · Ísavor (1320) · Fellivetur hinn mikli (1330) · Hvalavetur (1375) · Sláturhaust (1381) · Snjóvetur hinn mikli (1406) · Kynjavetur (1423) · Áttadagsvetur (1525) · Harðivetur (1552) · Lurkur (1601) · Píningur (1602) · Svellavetur (1625) · Frosti (1627) · Jökulvetur (1630) · Hvítivetur (1634) · Bauluhaust (1639) · Glerungsvetur (1648) · Hestabani (1669)·Vatnsleysuvetur (1697) · Frostaveturinn mikli (1918)

Nú er hálkuveturinn mikli – eða að minnsta kosti frekar mikli. Maður lendir líka í því að vara ferðamenn við hálkunni. Margir þekkja hana alls ekki. Vita til dæmis ekki að besta ráðið er að ganga nokkurn veginn eins og mörgæs (þær búa jú við mikla hálku). En það vantar eiginlega almennileg orð yfir hálku á enskri tungu. Maður getur talað um icing eða að yfirborðið sé slippery – en hvorugt nær því að vera eins og íslenska hálkan.

 

Mynd: Sigtryggur Ari.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur