fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Landakotsskóli setur strangar reglur um snjallsíma

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. janúar 2018 17:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerist stóryrtur vegna þeirrar tillögu Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarfulltrúa að notkun snjallsíma verði bönnuð í skólum. Björn Leví vænir Sveinbjörgu um heimsku og þröngsýni.

Hræðslan við nýtt. Bannfæringar.

Eigum við ekki bara að banna prentvélina og pennann líka? Ritmálið gerir það jú að verkum að við munum ekkert lengur …

Þetta verðskuldar heimsku- og þröngsýnisverðlaun ársins.

En nú vill svo til að farið er að banna notkun snjallsíma í skólum víða um heim – og líka hér á Íslandi. Til dæmis hefur Landakotsskóli, einn besti og framsæknasti grunnskóli landsins, bannað notkun síma og snjallúra á yngsta stigi og miðstigi. Það er heimilt að koma með símana í skólann, en þeir eiga að vera í skólatöskum og slökkt á þeim.

Á unglingastigi í Landakoti mega nemendur vera með síma enn um sinn. Hins vegar hafa verið hertar reglur um hvar þeir megi vera með símana – þeir mega það ekki þar sem yngri nemendur eru líka.

Annars gerist umræðan um snjallsíma æ einkennilegri. Apple er einn stærsti framleiðandi snjallsíma í heiminum. Tim Cook, forstjóri fyrirtækisins, er barnlaus, en hann sagði fyrir fáum dögum að hann myndi ekki vilja leyfa ungum frænda sínum að vera á samskiptamiðlum. Í grein í Guardian sem birtist í dag má lesa að topparnir hjá netrisunum noti samskiptamiðla lítið – og ekkert í líkingu við almenna notendur. Þeir þekki manna best eðli netfíknar. Þetta sé eins og með dílerana, þeir noti helst ekki efnið sjálfir.

Ég á dreng í Landakotsskóla. Ég veit ekki til þess að mikið hafi verið kvartað undan símabanninu þar. Sjálfur tel ég að þetta sé óhjákvæmilegt og myndi vilja sjá bann á unglingastiginu líka. Það er hrollvekjandi að heyra frásagnir af því hvernig persónulegum samskiptum barnanna hrakar með þessum tækjum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins