fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Eyjan

Clement Attlee – fyrirmynd fyrir okkar tíma

Egill Helgason
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 19:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Gopnik (Íslandsvinur) skrifar grein í New Yorker um nýja ævisögu Clements Attlee, sem var forsætisráðherra Bretlands  1945 til 1951. Gopnik hleður bókina lofi og segir að Attlee sé verðug fyrirmynd á okkar tímum, miklu fremur en til dæmis Churchill.

Bókin nefnist Clement Attlee: The Man Who Made Modern Britain og er eftir John Bew. Mörgum þótti það furða þegar þjóðhetjan Churchill var felldur í kosningum í lok stríðsins en Verkamannaflokkur Attlees fór með sigur. En þetta var merkilegur atburður. Í því andrúmslofti sem þá ríkti, eftir allar fórnirnar, þótti óhugsandi annað en að stuðla að auknu félagslegu réttlæti. Það var ekki hægt að láta alþýðufólk snúa aftur inn í hið gamla ástand skelfilegrar misskiptingar.

Þessi viðhorf voru uppi alls staðar í hinum vestræna heimi en í Bretlandi var það Attlee sem tók við keflinu. Hann var hógvær maður úr millistétt, enginn ræðuskörungur, átti ekki sérlega gott með að umgangast fólk eða hrífa það með sér. Samt er hann núorðið talinn einn merkasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Á tíma hans er breska heilbrigðisþjónustan byggð upp og hann, ásamt jafnaðarmönnum víðar í Evrópu, átti stóran þátt í að stofna Atlantshafsbandalagið. Líkt og hjá krötum þeirra ára var mikil tortryggni í garð Sovétkommúnismans.

Gopnik segir að bókin um Attlee sé kennslustund í því hvernig sé hægt að koma í kring róttækum breytingum í þágu vinnandi fólks – án þess að sýnast mjög rótttækur. Sagan af því hvernig alþýða manna fékk bætt kjör og áður óþekkt réttindi á þessum tíma, algjörlega innan marka þingræðisins, sé ein sú hetjulegasta í sögum lúðræðisins.

Gopnik veltir því fyrir sér í lok greinarinnar hví Attlee, með allt það góða sem hann kom til leiðar, sé svo lítt þekktur. Attlee sýni hverju sósíalismi geti komið áleiðis. En eftir lestur bókarinnar velti maður fyrir sér öllum bolunum með mynd Che Guevara sem hafa verið seldir í heiminum. Þeir eru óteljandi. En það eru ekki til bolir með mynd Attlees, eða Citizen Clem eins og hann var stundum kallaður. Annar hafi verið ofstækismaður sem hleypti öllu í bál og brand þar sem hann fór, hinn var hæglátur maður sem kom í kring raunverulegri byltingu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ísland er „bucket list“ ferðamannastaður – tollar Trumps hafa takmörkuð áhrif

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ísland er „bucket list“ ferðamannastaður – tollar Trumps hafa takmörkuð áhrif
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dönum líkar ekki tónninn, utanríkisráðherra talar um áherzlubreytingar og forsætisráðherra treystir á vernd

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dönum líkar ekki tónninn, utanríkisráðherra talar um áherzlubreytingar og forsætisráðherra treystir á vernd