fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Er hægt að halda með hnattrænum afþreyingarfyrirtækjum?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærstu fótboltafélög heims eru markvisst byggð upp sem alþjóðleg stórfyrirtæki. Það er meira að segja sami maðurinn sem var á bak við það að byggja upp fyrirtækið Barcelona og nú er í þeirri lykilstöðu hjá Manchester City. Það er ekki þjálfarinn Guardiola eins og einhver kynni að halda, heldur náungi að nafni Ferran Soriano.

Manchester City er nú í eigu auðmanna í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sem eru tilbúnir að dæla inn peningum til að gera liðið hið besta í heimi. Það er nú með 15 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Pálmi Jónsson fjallar um þetta í pistli sem birtist í Spegli Ríkisútvarpsins. Þar segir orðrétt:

Soriano segir að stóru klúbbarnir séu að breytast úr staðbundnum sirkus í hnattræn afþreyingarfyrirtæki eins og Walt Disney. Örfá félög sem nái að verða sérleyfishafar á heimsvísu nái forskoti á önnur lið og myndi í raun alheims-elítu fótboltans. Soriano segir að fótboltafélög hafi verið öflug vörumerki með litla sem enga veltu. Félög með 500 milljónir aðdáenda hafi verið með 500 milljónir evra í tekjur eða eina evru á mann, sem sé fáránlega lítið. Félögin verði að vera hnattræn og staðbundin í senn.

Lið eins og þessi eru ekki mörg talsins og þau munu alltaf geta keypt bestu leikmennina. Ekki einu sinni félagi eins og Liverpool tekst að halda í sína bestu menn, klúbburinn er einfaldlega of lítill til þess, Philippe Coutinho og Mohamed Salah eru líklega báðir á förum. En hvað með áhorfendurna – er hægt að halda með hattrænum afþreyingarfyrirtækjum?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“