fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Þingholtin og Skólavörðuholt 1903

Egill Helgason
Sunnudaginn 31. desember 2017 03:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi ljósmynd er tekin 1903 og sýnir hluta af Þingholtunum og Skólavörðuholtið. Lengst í burtu glittir í Bláfjöllin. Höfundurinn er hinn merki ljósmyndari Magnús Ólafsson. Myndin er tekin yfir Tjörnina, væntanlega úr Tjarnarbrekkunni, það er hávetur eins og sjá má.

Þarna er afar lítið orðið til af byggðinni sem síðar hefur risið. Við þekkjum Miðbæjarskólann sem var byggður 1898, nokkur hús við Miðstræti og Þingholtsstræti, Landshöfðingjahúsið (Næpuna), við sjáum drög að götunni sem nefnist Skálholtsstígur og eitt hús við Laufásveg.

Fríkirkjan er nýrisin þegar myndin er tekin, hún var vígð snemma árs 1903 en fáum árum síðar var kirkjubyggingin lengd. Efst á hæðinni sjáum við Skólavörðuna. En gatan neðst, þar sem nú er Sóleyjargata, er ekki nema slóði.

Við tökum eftir því hversu Skólavörðuholtið er grýtt. Nú er holtið fullbyggt, en áður var þarna grjót og urð og erfitt yfirferðar. Myndin sýnir glöggt hvílíkur berangur Reykjavík var á árum áður. Það er ekki mikið skjól að sjá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla