Bækur Leníns, Hvað ber að gera?, Ríki og bylting og Vinstri róttækni eiga erindi til allra, segir þulurinn í auglýsingu sem birtist sjónvarpinu fyrir jólin 1970.
Á það er einnig minnst að liðin séu 100 ár frá fæðingu Leníns. Það er reyndar athyglisvert að heyra framburð þularins – hann er dálítið erlendis.
Þetta var í auglýsingatíma þar sem einnig voru auglýstir ostapinnar og sólarlandaferðir með Útsýn. En auglýsingin þar sem segir að allir geti nú lesið sígild verk Leníns er frá Heimskringlu eða Máli & menningu – það var sama félagið.