fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Gjáin milli hvítra og svartra í Alabama

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. desember 2017 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningar í Alabama vekja heimsathygli. Það er nokkuð óvenjulegt – en hvað er venjulegt við pólitíska ástandið í Bandaríkjunum. Sjálfur forsetinn, Trump, leggur allt undir til að styðja Roy Moore, sannkallaðan afturhaldskarl sem er ásakaður um margþætt kynferðislegt áreiti. En það er demókratinn Doug Jones sem sigrar – í fyrsta skiptið sem Demókratar hafa öldungadeilarþingmann í Alabama í marga áratugi. Og þá er þetta orðin heimsfrétt – það er ekki bara frambjóðandi Repúblikana sem fékk á baukinn, heldur sjálfur forseti Bandaríkjanna.

En kosningin var mjög naum. Og það er forvitnilegt að sjá hvernig atkvæðin skiptast. Alabama er eitt af þeim ríkjum í Bandaríkjunum þar sem er mest fátækt og eymd. Og það er í Alabama að sumar af hörðustu orrustunum í hreyfingarinnar fyrir réttindum blökkumanna voru háðar. Við sjáum hvernig skiptingin er enn til staðar. Moore nýtur yfirgnæfandi fylgis hjá hvítum körlum, en 98 prósent svartra kvenna kjósa Jones.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump