fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Hinn norræni eftirréttur Risalamande – eða Riz à l’amande

Egill Helgason
Laugardaginn 9. desember 2017 22:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér varð á að skrifa Ris a la mande á alnetið og fékk á mig harða gagnrýni fyrir svo lélega frönsku. Á því tungumáli myndi þetta heita Riz à l’amande. En þetta er ekki alveg svo einfalt. Í Danmörku skrifa menn einfaldlega Risalamande. Þetta er danskur réttur, hafður á jólaborðum þar í landi, og barst hingað frá Danmörku eins og svo margt annað í matargerð og menningu. Þetta er til dæmis eftirréttur með hinum vinsæla jóladisk á Jómfrúnni.

Samkvæmt upplýsingum sem má finna á Wikipedia hefur dönsk málnefnd kveðið upp úr um að rétturinn heiti Risalamande og að hann hafi orðið til á seinni hluta 19. aldar, en eftir seinni heimsstyrjöldina jukust vinsældir hans. Stundum hefur tíðkast að elda hrísgrjónagraut á lillejuleaften (sem við köllum Þorláksmessu) og blanda svo við hann rjóma og nota sem eftirrétt á aðfangadagskvöld.

Í Wikipedia segir að í Svíþjóð nefnist svipaður réttur ris à la Malta. Það hefur ekkert með eyjuna Möltu að gera, heldur er þetta afbökun af danska heitinu. Norska útgáfan heitir riskrem.

Rétturinn er svo yfirleitt borinn fram með sósu sem er ýmist úr kirsuberjum, jarðarberjum eða hindberjum. Stundum eru möndlur saxaðar og settar í bland við rjómann og grjónin, en það tíðkast líka að setja heila möndlu – sá sem hana hreppir fær möndlugjöf. Það er siður sem tíðkast víða á Norðurlöndunum.

Svo verður að segjast eins og er að þessi greinarstúfur er hálfgerð auglýsing. Sigurveig kona mín býr til rómað Risalamande í Matarkistu sinni og selur fyrir jólin. Tekur við pöntunum. Hún býr líka til sósur með – og svo eggjapúns eins og sjá má í flöskunni og glasinu á myndinni. Allt er þetta hrikalega gott.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni