fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Kópavogsbíó til sölu

Egill Helgason
Föstudaginn 8. desember 2017 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að selja gömlu bæjarskrifstofurnar. Um þetta má lesa á Vísi.  En fréttin segir í raun ekki neitt, eins og Fjalar Sigurðarson, sem alinn er upp í Kópavogi, bendir á. Þetta er nefnilega sögufrægt hús sem stendur þarna uppi á Kópavogshálsinum.

Þetta  var á sínum tíma Félagsheimili Kópavogs. Þarna var rekið Kópavogsbíó. Þarna hafði aðsetur Kópavogsleikhúsið sem setti upp margar sögufrægar sýningar. Margir þekktir leikarar stigu fyrstu skref sín þar, þetta var sérlega metnaðarfullt leikfélag. Þarna voru haldnir tónleikar, má segja að þarna sé vagga íslenska pönksins – ég hygg að ekki ómerkari sveit en Fræbblarnir hafi komið þarna fram. Og ýmsar fleiri.

Gunnar Marel Hinriksson, sem hefur starfað við skjalavörslu í Kópavogi, upplýsir að þarna hafi sjálfur Bobby Fischer farið í bíó og hjómsveitin Kinks. Fischer mun hafa séð kvikmyndina Gunga Din skömmu eftir að hann lagði Spasskí.

Sjálfur man ég eftir hópferð vina úr Vesturbænum í Kópavogsbíó til að sjá kvikmyndina Catch 22, hana höfðum við vinirnir í Hagaskóla lengi þráð að sjá. Svo var hún allt í einu sýnd á föstudagskvöldi í Kópavogsbíói.

Hér er önnur mynd sem var sýnd í Kópavogsbíói. Lítur býsna vel út. Frönsk, en komin til Íslands með millilendingu í Danmörku. Frou – Frou, en Pariserindes liv.

 

 

Svo er hér mynd af Kópavogsbíói eins og það leit út á velmektarárunum. Bíó, leikhús, félagsheimili, pönkmiðstöð. Geri önnur hús betur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni