fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Fljúgandi start hjá ríkisstjórninni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. desember 2017 08:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég spáði því þegar unnið var að myndun ríkisstjórnarinnar að hún myndi fá mikinn meðbyr í upphafi. Nefndi 70 prósenta fylgi. Það er hærra í könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag – 78 prósent. Ég hitti fólk sem var mjög hissa þegar ég sagði þetta.

Það var talað um ríkisstjórnina sem „pólitískt sjálfsmorð“ fyrir Vinstri græn og um „læmingjaleiðangur“. Margir gengu að því sem vísu að flokkurinn myndi fá hrikalega útreið fyrir að taka upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. En fylgið hækkar þvert á móti, flokkurinn er með 23,5 prósent í skoðanakönnuninni. (Samfylkingin með 13 prósent.)

Á þessu eru ýmsar skýringar. Kannski fyrst og fremst að fólk er til í að gefa þessu stjórnarmyndstri „séns“ eftir langt róstuskeið í stjórnmálunum. Maður skynjar útbreidda löngun eftir einhvers konar sátt – að stjórnmálamenn komi sér saman um að vinna að verkefnum sem flestir eru sammála um að séu brýn.

Það má heldur ekki vanmeta hlut Katrínar Jakobsdóttur. Hún er feikilega vinsæl, vinsældir hennar ná yfir nánast allt litróf stjórnmálanna. Einlægt fas hennar vekur traust.Það verður líka að segjast eins og er að hún hefur haldið geysilega vel á málum – hún kemur fram af festu og öryggi án þess að tapa sínum eðlislæga sjarma. Það er spennandi að sjá hana í þessu hlutverki.

Auðvitað getur fjarað fljótt undan ríkisstjórn í því pólítíska árferði sem við höfum nú. Það gerðist hratt í tilviki síðustu fjögurra ríkisstjórna. En samt verður að segja, þetta er fljúgandi start hjá ríkisstjórninni.

 

 

Hér er svo línurit frá Gallup sem sýnir fylgi ríkisstjórna frá því 2007. Við sjáum hversu sáralítið fylgi stjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafði allt frá upphafi. Sú stjórn sem mest hefur fylgið í byrjun er stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Það vill gleymast hversu vinsæl hún var fyrst. Svo kom náttúrlega hrun og stuðningurinn við hana gufaði upp. Það er hins vegar lífseig þjóðsaga að Samfylkingin hafi farið sérstaklega illa út úr þeirri stjórn. Það gerði hún ekki, Fylgið byrjaði að hrynja af henni þegar nokkuð var farið að líða á tíma Jóhönnustjórnarinnar. Eins og sjá má hafði hún álíka mikið fylgi í upphafi og stjórn Sigmundar Davíðs.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota