fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Jólalegur Skólavörðustígur 1988 (og smá um göngugötur)

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. desember 2017 00:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er frábærlega jólaleg mynd af Skólavörðustígnum eins og hann leit út fyrir um það bil 30 árum. Myndinni var deilt af Pétri P. Johnson á vefnum Gamlar ljósmyndir og segir þar að hún sé tekin 1988. Manni finnst ekki svo ýkja langt síðan en gatan er mikið breytt frá því þarna er. Þeir sem þekkja árgerðir bíla geta kannski ráðið í ártalið.

Lágreistu gömlu húsin standa enn hægra megin götunnar, þar á meðal Bergshús þar sem Þórbergur leigði á tíma Ofvitans. Þar var leikfangabúð. Pétur rakari er enn á sínum stað og svo Gjafahúsið þar sem voru seldar bastkörfur, krukkur og krúsir og alls kyns varningur. Húsin sem þarna komu í staðinn munu seint fá einhver fegurðar- eða hönnunarverðlaun.

Tösku- og hanskabúðin er á horninu gengt Tukthúsinu – það er reyndar ekki langt síðan hún flutti upp á Hlemm. Aðeins ofar er svo vefnaðarvöruverslunin Vogue með sínum auðþekktu skærum utan á.

Það er ró og friður á myndinni, ekki hræða á ferli. Hún er líklega tekin að næturlagi eða á sjálfum jólunum. Rauðu ljósaseríurnar sem ná alla leið upp að kirkjunni eru býsna hátíðlegar.

Það er deilt um takmarkanir á bílaumferð á Skólavörðustíg. Sumir verslunareigendur eru ósáttir við að götunni sé lokað í marga daga fyrir jólin. Það verður að segjast eins og er að jólaverslun Íslendinga í Miðbænum er sáralítil núorðið. En í raun væri mest ástæða til að loka Skólavörðustígnum efst, næst Hallgrímskirkju og tengja þá við torgið fyrir framan kirkjuna. Þar er langflest fólkið á ferli. Kirkjan er vinsælasti viðkomustaður túrista í bænum. En þar eru bílar líka að troðast innan um ferðamennina, og þar að auki tvær akgreinar og bílastæði báðum megin.

Kannski samræmist það ekki umferðarskipulagi að loka þarna efst í götunni, en í raun er það nokkurt hálfkák að loka bara neðsta partinum. Máski mætti hugsa sér að allur Skólavörðustígurinn yrði göngugata, en það verður þá að gera almennilega, ekki bara með því að loka hippsum happs. Þá þyrfti að breyta götunni, gera hana meira aðlaðandi, svo þetta sé ekki bara bílagata læst með hliði og ótútlegum steinsteyptum blómapottum sem eru settir þarna niður á sumrin.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni