fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Yashin teygir sig eftir jörðinni á plakati sem minnir á Sovéttímann

Egill Helgason
Mánudaginn 4. desember 2017 20:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Plakatið fyrir Heimsmeistaramótið í fótbolta á næsta ári er mjög athyglisvert. Á því sést markmaðurinn Lev Yashin teygja sig eftir bolta. Yashin var stjarna á Sovéttímanum, frægasti knattspyrnumaðurinn í sæluríki kommúnismans, klæddist svörtu og var kallaður Svarta köngurlóin. Max de Haldevang skrifar á vefinn Quartz og les ýmislegt út úr plakatinu. Þarna séu ýmis tákn sem er merkilegt að skoða á tíma þegar Rússland er að hefja sig upp með því að halda stóran heimsíþróttaviðburð – eins og Ólympíuleikana í Sotsí fyrir fáum árum.

Yashin var úr verkamannafjölskyldu og var sagður hafa fengið sér sígarettu og vodkastaup fyrir leiki.  Þetta minnir náttúrlega á tímann þegar Sovétríkin voru annað af tveimur stórveldum – og virtust um tíma eiga í fullu tré við Bandaríkin. Yashin hefur fingurna á bolta sem umbreytist í jörðina eins og hún er utan úr geimnum.

Þarna eru minni tímanum þegar Rússar kepptu við Bandaríkjamenn í geimferðum. Rússar hafa reyndar mikla þörf á að gera efnahagslíf sitt miklu fjölbreyttara og það er sagt að Pútín muni boða tæknivæðingu næst þegar hann fer í forsetaframboð – og vinnur auðvitað. En eins og sakir standa geta Rússar státað sig af því að hafa hrist upp í Bandaríkjunum með sveit tölvuhakkara, internettrölla og netmálaliðum sem eru meðal annars unglingar frá Makedóníu. Fyrir utan kjarnorkuvopnin og hin stóra her er er Rússland vanþróað ríki. En þarna er minnt á að Rússar hafi eitt sinn “átt framtíðina”.

Plakatið er í anda konstrúktívisma, stefnu í list og hönnun sem varð vinsæl í Rússlandi á árunum eftir byltinguna 1917. Það er til mikið af kröftugri áróðurslist í þessum stíl. Hún lagði áherslu á kraft, hugarflug og nýsköpun. Síðar vék hún fyrir hinum þunglamalega sósíalrealisma Stalínstímans – það var allt steindautt – en ýmislegt úr konstrúktívisma, sem hafði að megininntaki að listin skyldi vera í þjónustu samfélagsins (les. verkalýðsins), heldur áfram að skjóta upp kollinum í hönnun og auglýsingagerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota