Hér að neðan má sjá jólakaffið sem vinir mínir á Nýja Íslandi bjóða upp á. Þau selja kaffi til styrktar Icelandic River Heritage Sites – ágóðinn fer í að sýna sögustöðum í Íslendingabyggðum ræktarsemi. Til dæmis hafa þau gert upp bæinn Engimýri af miklum myndarskap og þar er vinsæll viðkomustaður í gömlu Íslendingabyggðunum. Þar bjó meðal annarra Sigtryggur Jónasson, frumkvöðullinn sem hefur verið kallaður faðir Nýja Íslands.
Í jólakaffinu eru sérvaldar og ristaðar baunir, en félagið hefur boðið upp á fleiri tegundir, sem heita til að mynda Tíu dropar, Earl of Dufferin, Fjallkona og Nýja Ísland og Pioneer. Nú er unnið að því að endurbyggja hús sem nefnist Fagriskógur en til er þessi fallega mynd af því. Þar bjó Baldwinson-fjölskyldan.
En kaffið þessi jólin lítur svona út.