fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Umhverfisráðherrann nýi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. nóvember 2017 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kann að virðast góð hugmynd að fá mann úr hugsjóna/hagsmunasamtökum til að verða ráðherra.  Vinstri græn kalla Guðmund Inga Guðbrandsson, framkvæmdastjóra Landverndar, inn í ríkisstjórn sem umhverfisráðherra. Guðmundur hefur starfað í flokknum.

Þetta getur orðið til þess að lægja öldur innan flokksins við stjórnarmyndun. Það gæti virkað ágætlega. Til lengri tíma litið er það vafasamara. Guðmundur kemur úr samtökum sem eru vön að gera ítrustu kröfur um náttúruvernd. Samtök af þessu tagi byggja á hugsjón sem fólk deilir í mismiklum mæli – þau eru þrýstihópur. En þegar komið er í stjórnmálin þarf að gera málamiðlanir, þá fæst ekki allt fram, oft reyndar sáralítið. Skrefin geta verið ósköp smá – og stundum reyndar afturávið.

Það er þá sem bakland baráttumanns eins og Guðmundar getur orðið mjög óþolinmótt og jafnvel klikkað alveg. Hefðbundinn stjórnmálamaður á að sumu leyti auðveldara með að bregðast við slíku. Þetta getur semsagt virkað ágætlega innanflokks, að minnsta kosti um tíma, en útávið, og þegar til lengri tíma er litið, er það ekki jafnvíst. En svo er máski einfalt að skipta Guðmundi út eins og gerðist með Gylfa Magnússon og Rögnu Árnadóttur í Jóhönnustjórninni. Maður myndi tæplega leggja mikið undir að vist hans í stjórninni verði löng.

 

Ríkisstjórn Katrínar fyrr í dag. Guðmundur umhverfisráðherra er aftast til hægri. Hann er ekki ýkja þekktur maður en í dag hefur maður heyrt að hann sé kallaður Mummi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur