fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Harðstjórn talnanna – eða var annað í boði?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. nóvember 2017 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, tjáir sig ekki mikið um íslensk stjórnmál þessa dagana, en í gærkvöldi skrifaði hann um ríkisstjórnarmyndunina á Facebook. Árni fagnaði því að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra og skrifaði svo að þetta væri í samræmi við niðurstöður kosninganna, hvað sem stjórnmálamenn reyndu gætu þeir ekki komist framhjá þeim. Það sé „harðstjórn talnanna“ eins og hann kallar það.

Glaður að heyra af nýrri rikisstjórn undir góðri forystu. Katrín Jakobsdóttir er vinkona mín, hreinlynd, trygglynd, dugmikil og skörp svo af ber. Við verðum ekki svikin af henni í forsætisráðuneytinu.

Að öðru leyti: Kosningar ráða ríkisstjórnarmyndun. “No tyranny is worse than the tyranny of numbers” var einu sinni sagt, þegar engin leið var að mynda þá stjórn sem sjalfskipaðir spekingar höfðu helst viljað mynda. Þannig var það líka núna.

Allir lýðræðislega þenkjandi stjórnmálamenn þurfa að virða kosninganiðurstöður og virða og vinna með þeim flokkum sem landsmenn kjósa. Það gerir VG nú, rétt eins og Björt Framtíð og Viðreisn gerðu fyrir ári, Sjálfstæðisflokkurinn gerði 2013 og Samfylkingin gerði árið 2007. Hættum svo að úthúða flokkum fyrir að gera það eina rétta: Að spila úr þeim spilum sem kjósendur skammta þeim.

Þessi ummæli vekja ekki almennan fögnuð, enda kannski ekki von á. Gamall flokksfélagi Árna Páls, Karl Th. Birgisson, er einn af þeim sem mótmæla honum harðlega.

Hér er engin talnaspeki á ferð. Fleiri samstarfskostir voru í boði, en Vg kusu þennan. Og hann er utan um óbreytt ástand, nema að tjasla upp á það í nauðsynlegri þjónustu sem síðustu tvær ríkisstjórnir vanræktu en standa vörð um allt hitt. Það þýðir ekki að kenna neinum tölum um það.

Það verður sjálfsagt hægt að deila lengi um hvort aðrir möguleikar á ríkisstjórn voru í stöðunni. En allir voru þeir tæpir. Nú er heldur ekki víst að stjórn Katrínar sé með nema 33 þingmenn örugga. Slíkt gekk á árum áður, til dæmis hafði Viðreisnarstjórnin um tíma mjög nauman meirihluta. En á tíma samskiptamiðla gæti það reynst erfiðara.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur