fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Brexit strandar á landamærum Írlands og Norður-Írlands

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. nóvember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brexit er að stranda á alls kyns vandamálum sem menn gátu auðvitað séð fyrir en gerðu lítið úr eða kusu beinlinis að horfa framhjá. Eins og staðan er í dag er Írland stærsti höfuðverkurinn. Englendingar hafa alltaf komið fram við Íra eins og þeir séu annars flokks. Saga kúgunar Englendinga á Írum er löng, svo kom tími þegar Írar voru ekki annað en vinnuafl sem þeim var gjarnt að líta niður á. Þá gerðust undur og stórmerki – írska hagkerfið fór að vaxa og nú standa Írar að mörgu leyti framar Englendingum.

Írland á 500 kílómetra löng landamæri að Norður Írlandi – sem heyrir undir Bretland. Þessi landamæri eru nú galopin. Írland og Bretland fóru saman inn í Evrópusambandið á sínum tíma. Fyrir íbúa bæði Írlands og og velflesta innbyggjara Norður-Írlands er óþolandi tilhugsun að þau lokist. Það hefur alvarlegar efnahagslegar afleiðingar beggja vegna landamæranna, norður-írska hagkerfið er mjög háð því írska, en hættan er líka sú að þetta muni ýfa upp gömul sár frá tímanum þegar kaþólikkar og mótmælendur bárust á banaspjótum.

Þegar Brexit verður að veruleika er ekki möguleiki að hafa þessi landamæri opin – Bretland verður þá ekki aðili að tollabandalagi Evrópusambandsins. Þá verður að tollafgreiða vörur á stóru svæði þar sem slíkt hefur ekki tíðkast, milli fólks sem er náskylt. Framkvæmdin virðist nánast ómöguleg – boðar ekki neitt nema vandræði. Írska stjórnin stendur fast á því að Evrópusambandið geti ekki haldið áfram í samningaviðræðum um Brexit nema komi til fullvissa um að ekki verði sett upp „hörð landamæri“. En vandinn er að enginn hefur komið með skynsamlega lausn á þessari klípu sem hefði kannski þurft að ræða betur á tíma Brexit-atkvæðagreiðslunnar.

Að minnsta kosti telja fáir að sé hægt að fara leiðina sem bresk þingmaðurinni Katie Hoey stakk upp á í viðtali við BBC – að Írarnir byggi sjálfir vegg og borgi fyrir hann. Það þykir minna fullmikið á Donald Trump.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka