fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

„Black Friday“ og afslættirnir

Egill Helgason
Föstudaginn 24. nóvember 2017 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er forsíða Fréttablaðsins frá því í dag. Það er „Black Friday“. Auglýst í gríð og erg í öllum fjölmiðlum. Það eru varla nema tvö til þrjú ár síðan þetta upphófst á Íslandi – er það svo að hér fyllist verslanir af fólki? Það hefur líka verið talað um Svartan föstudag eða Svartan fössara – en enska heitið er yfirgnæfandi.

Eins og góður vinur minn bendir á er mesti sparnaðurinn fólginn í að kaupa ekki neitt. Það er 100 prósent.

 

 

Mér er reyndar tjáð að í Bandaríkjunum þar sem Svartur föstudagur átti upptök sín 1952, og er víst mesti verslunardagur ársins, þyki 25 prósenta afslættir frekar klénir. Það myndu fáir nenna að gera áhlaup á verslanir fyrir slík kjör. Í Bandaríkjunum kemur líka fyrir að viðskiptavinir troðast undir á þessum degi. Það munu vera a.m.k. tíu dauðsföll síðasta áratuginn og margir hafa slasast.

Annars er Svartur föstudagur dagurinn eftir Þakkargjörðarhátíðina. Hún er indæl, frekar látlaus, byggir aðallega á samvistum við fjölskyldu,  en daginn eftir tekur brjáluð neyslan völdin og afslættirnir fara jafnvel upp í 70 til 80 prósent.

En svo er hægt að hlusta á þetta lag. Black Friday með Steely Dan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur