fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Verður þetta „fullveldisstjórn“?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. nóvember 2017 21:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er talað um að ef ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lítur dagsins ljós þá verði seinni hlutann í næstu viku.

Stöðugar viðræður fara fram – flokksformennirnir hafa líka átt fundi með forystufólki í verkalýðshreyfingunni og talsmönnum aldraðra og öryrkja. En það vekur athygli hversu fáir virðast koma að þessum viðræðum – og að sama og ekkert skuli leka út.

Vegna andstöðunnar sem er innan Vinstri grænna, meðal annars í þingflokknum, þarf Katrín Jakobsdóttir að halda spilunum þétt að sér. Dæmið frá því í fyrra kennir að lekar úr stjórnarmyndunarviðræðum geta spillt mikið fyrir.

Við lifum í pólitískum veruleika þar sem sýnd skiptir ekki síður máli en reynd. Það er ekki bara nauðsynlegt fyrir flokkana að gera traustan málefnasamning, heldur þarf að kynna hann þannig að skapist meðbyr og andstaðan verði kveðin niður. Þetta er mikilvægt fyrir bæði Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktsson, máski síður fyrir Sigurð Inga Jóhannsson sem virðist hafa öll ráð í hendi sér í sínum flokki.

Þannig heyrist hvíslað að við fáum hugsanlega „fullveldisstjórn“ 1. desember, fullveldisdagurinn er á föstudaginn í næstu viku. 2018  fara svo fram hátíðarhöld sem teygja sig yfir allt árið vegna 100 ára fullveldisafmælisins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur