fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Pied-à-terre – staður þar sem auðmenn geta tyllt niður fæti

Egill Helgason
Miðvikudaginn 22. nóvember 2017 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef haft svolítið gaman að fjalla um Hafnartorg – það virðist snerta viðkvæmar taugar. Í einni grein var talað um „Hernað gegn Hafnartorgi“ – og þar var fullyrt að að verndunarsjónarmið í byggingarlist- og skipulagi væru „pópúlismi“. Mér er málið fyrst og fremst skylt vegna þess að ég er eiginlega næsti nágranni Hafnartorgs. Það blasir við þegar ég geng út um útidyrnar hjá mér. Ég hef líka fylgst með uppbyggingunni hröðu í Miðbænum í Reykjavík og séð hvernig borgayfirvöld hafa í raun misst stjórnina undan þrýstingi fjármagnsins. Í raun ræður það öllu þessi misserin.

Það getur líka verið áhugavert að skoða tilgang þessara bygginga sem stórt fasteignafélag ræðst í, hefur nánast sjálfdæmi um útlitið, og nýtinguna. Reginn er að langmestu leyti í eigu íslenskra lífeyrissjóða – og þeir vilja náttúrlega fá góðan arð af sínum fjárfestingum. Ef verður slaki á fasteignamarkaði og gengur treglega að leigja út eða selja pláss á Hafnartorgi er hætt við að gæti orðið tap á þessu öllu. Nú spá margir afturkipp í íslensku efnahagslífi – telja það eiginlega óhjákvæmilegt. En það eru miklir peningar sem lífeyrissjóðirnir þurfa að koma í vinnu fyrir sig, ekki síst eftir að inngreiðslurnar voru hækkaðar.

 

 

Það hefur komið fram að eigendur Hafnartorgs vilji hafa búðir sem trekkja að í hinu 8600 fermetra verslunar- og veitingarými. Það útheimtir reyndar talsverða breytingu á verslun í miðbænum þar sem fátt er eftir nema túristabúðir. Verslanir sem einbeita sér að innfæddum þrífast ekki vel – jólaverslun í Miðbænum er til að mynda ansi dræm. Það eru fremur veitingahúsin sem laða að en verslanirnar, enda er gríðarlegt framboð af þeim. Það virðist hafa komið hik á H&M sem hugðist opna búð á Hafnartorgi.

Hafnartorg er rækilega auglýst sem lúxus – við getum skoðað vef ÞG verk sem sér um framkvæmdirnar. Þar eru engin tvímæli. Orðið lúxus kemur fyrir aftur og aftur. Hérna, reyndar í dálítið óskýrum texta, að kaupendum sé boðið upp á „lúxus“ og „einkarétt“.

 

 

 

Og aftur segir hér að efri hæðirnar séu fráteknar fyrir lúxusinn. Í framhaldi af því má spyrja hvert verði verðið á þessum íbúðum? Verður það í stíl við hið uppsprengda verð í blokkunum við Skúlagötuna?

 

 

Svo kemur annar kafli sem er enn athyglisverðari. Þar er enn talað um lúxus – tvisvar sinnum – „á þröskuldi hinnar íslensku arfleifðar“ eins og segir.  Og svo kemur það sem á kannski að vera mest söluörvandi – „pied-à-terre í hjarta borgarinnar“.

„Pied-à-terre“ er franska, en þetta hefur orðið alþjóðlegt hugtak um íbúðir þar sem fólk sem býr annars staðar getur tyllt niður fæti. Getur verið annað eða þriðja, fjórða eða fimmta heimili. Yfirleitt er þetta notað um auðmenn – fáir aðrir hafa efni á því að eignast íbúðir víða um lönd. Reyndar er það svo að hin síðari ár hefur orðið mjög vinsælt meðal ríks fólks að eiga íbúðir og hús í mörgum löndum. Borgir eins og London og París eru fullar af slíkum húsakynnum sem eru ekki notuð nema brot úr ári. Þetta keyrir líka upp húsnæðisverð – aðeins lítið brot af hinum innfæddu hafa efni á að kaupa íbúðir á kjörunum sem bjóðast.

Víða er rætt um þetta sem vandamál, þannig hefur nýja vinstri stjórn Jacindu Arden  á Nýja Sjálandi áform um að banna íbúðakaup ríkra útlendinga.

En þetta telja eigendur Hafnartorgs semsagt vera markað sinn. Það skal svo ósagt látið hvort skortur er á slíkum íbúðum í Reykjavík. Raunar hefur fremur verið talað um að vanti litlar og ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk og þá sem eru efnaminni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“