fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Myndirnar sem berjast um Óskarinn

Tímaritið Variety birtir spá sína

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 29. desember 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímaritið Variety birti á dögunum spá sína um það hvaða myndir munu hljóta náð fyrir augum Óskarsverðlaunaakademíunnar. Tilnefningar verða opinberaðar þann 23. janúar en sjálf Óskarsverðlaunahátíðin, sú nítugasta í röðinni, verður haldin 4. mars næstkomandi.

Eins og venja er beinast augu flestra að því hvaða myndir verða tilnefndar sem besta myndin. Að mati Variety koma eftirtaldar myndir helst til greina: Dunkirk í leikstjórn Christopher Nolan, Call Me by Your Name í leikstjórn Luca Guadagnino, The Florida Project í leikstjórn Sean Baker, Get Out í leikstjórn Jordan Peele, Lady Bird í leikstjórn Gretu Gerwig, The Post í leikstjórn Stephen Spielberg, The Shape of Water í leikstjórn Guillerme del Toro og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri í leikstjórn Martins McDonagh.

Veðbankar virðast flestir vera á því að að annaðhvort Dunkirk eða Three Billboards Outside Ebbing, Missouri hljóti verðlaunin á næsta ári. Síðarnefnda myndin virðist hafa örlítið forskot ef marka má þá veðbanka sem blaðamaður skoðaði í vikunni.

Samkvæmt Variety munu nokkuð kunnuglegir leikarar berjast um tilnefningar sem besti leikarinn. Hér má til dæmis nefna Denzel Washington fyrir myndina Roman J. Israel Esq, Daniel Day-Lawis fyrir Phanton Thread, Gary Oldman fyrir Darkest Hour og James Franco fyrir The Disaster Artist. Hjá konunum má nefna Margot Robbie fyrir I, Tonya, Meryl Streep fyrir The Post og Frances McDormant fyrir Three Billboards Outside Ebbing, Missouri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin