fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Bjuggust menn við öðru? – Næst verður reynd hægri stjórn

Egill Helgason
Mánudaginn 6. nóvember 2017 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frétttum er búið að slíta stjórnarmyndunarviðræðum að frumkvæði Framsóknarflokksins. Kannski var ekki von á öðru, meirihluti vinstri stjórnar hefði verið afar tæpur. Menn verða svo að svara því hversu mikil heilindi voru í viðræðum flokksformannanna og pítsuveislunni í Syðra-Langholti.

Vildu menn í alvörunni mynda stjórn eða var þetta leiksýning til að geta síðar farið með stjórnarmyndunarviðræður allt annað?

Það er ekkert ólíklegt að næstu daga muni ganga á með brigslum um óheilindi.

Katrín Jakobsdóttir  hlýtur þá að skila stjórnarmyndunarumboði sínu í dag. Líklegast er þá að Bjarni Benediktsson fái umboðið – þá til að mynda hægri stjórn?

Reyndar er víst að draumaríkisstjórn bæði Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jónssonar er stjórn með Vinstri grænum. Það er ekki enn kominn tími til að reyna að mynda hana, en það gæti gerst þegar nær dregur jólum, þegar ef til vill hefur mistekist að mynda stjórnina til hægri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“