fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Önnur hugmynd að stúdentagarði

Egill Helgason
Föstudaginn 3. nóvember 2017 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér á vefnum spunnust nokkuð heitar umræður vegna greinarkorns sem ég birti í gær um nýjan stúdentagarð við Hringbraut. Eins og kunnugt er hefur stjórn Háskólans slegið byggingu hans á frest.

Ég var sakaður um að vilja ekki að ungt fólk og stúdentar fengju þak undir höfuðið – meðal þeirra sem gengu mjög hart þar fram var ungt fólk úr röðum Pírata.

Píratar hafa verið í borgarstjórn í Reykjavík síðustu fjögur árin og eru í betri aðstöðu en ég til að leysa húsnæðisvanda ungs fólks.

Greinin sem ég setti saman var einungis skrifuð út frá skipulagssjónarmiðum. en auðvitað rekast þau oft á við hraða uppbyggingu húsnæðis. Menn hafa ekki viljað fara þá leið að rusla upp nýju úthverfi á mörkum borgarlandsins eins og gert var áður fyrr þegar húsnæðisástandið var slæmt. Það verður ábyggilega tekist á um þetta í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.

Fyrirhuguð nýbygging þarna stingur illa í stúf við heildarmynd svæðisins, eins og Minjastofnun hefur bent á, og kannski ekki síður við það sem gæti verið – Vatnsmýrina, Tjarnarsvæðið og Háskólasvæðið eins og væri hægt að skipuleggja ef einhver heildarhugsun fengi að ráða ferðinni, ekki bara einhver bútasaumur. Skipulag Vatnsmýrarsvæðisins er nánast samfelld raunasaga síðan borgin leyfði lagningu hraðbrautarinnar þar í gegn.

Sunnanmegin á Háskólasvæðinu reis nýskeð hús Alvogen. Það er einstaklega stórt og klunnalegt og stingur illa í stúf við Norræna húsið og prófessorahverfið sem er næst því. Þetta á að tilheyra einhverju sem kallast vísindagarðar en er í raun verksmiðja. Nýi stúdentagarðurinn hefði svo orðið annar minnisvarði. alveg hinum megin á svæðinu, um það sem er farið að kalla gámaarkítektúr.

En það má rifja upp að sú bygging var valin eftir samkeppni meðal arkitekta. Þar komu fram fleiri hugmyndir, en þeim var hafnað. Meðal annars er teikningin hér að neðan sem er eftir Daníel Ólafsson, unnin í samvinnu við Pierre d’Avoine Architects í London. Hún hefur þann kost að hún er í talsvert meira samræmi við byggingarnar sem þarna eru fyrir og ekki í anda gámahúsanna sem er verið að byggja út um allan bæ. Ég ætla ekki að segja að endilega eigi að byggja svona, en þetta er valkostur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur