Fyrir þingi New York ríkis liggur fyrir frumvarp um að banna nafnlausar pólítískar auglýsingar á Facebook. Todd Kaminsky sem er upphafsmaður frumvarpsins segir að kjósendur eigi ekki að sjá pólitískar auglýsingar á Facebook án þess að vita hverjir borga fyrir þær. Það er eitt að blekkja kjósendur, segir hann, en að gera það í skjóli nafnleyndar og þurfa ekki að taka ábyrgð á því er annað mál.
Tekið er fram að þetta eigi líka við um aðra miðla. Facebook segir að það vinni í að upplýsa notendur betur um pólitískar auglýsingar. En staðreyndin er auðvitað sú að á samskiptamiðlunum koma peningarnir alltaf fyrst. Hitt er aukaatriði fyrir auðhringunum sem eiga þá og stjórna.
Þetta er umræða sem er nauðsynlegt að taka hér á Íslandi eftir kosningarnar.