fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Sorosvænisýkin er upprunnin í gyðingahatri

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. október 2017 20:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

George Soros er fjárfestir, frægastur fyrir atlögu sína að breska pundinu 1992. Hann er ættaður frá Ungverjalandi og hefur lagt fé í ýmis málefni sem mega teljast í frjálslyndu deildinni. Hann hefur meðal annars fjármagnað háskóla í Ungverjalandi sem ríkisstjórnin þar hefur reynt að loka. Stjórn Orbans þykir ekki til sérstakrar fyrirmyndar um lýðræði eða frelsi. Soros hefur líka lagt sitt að mörgum til að vinna bug á flóttamannavandanum í heiminum.

En úr þessu hefur orðið ógurleg grýla, Soros er sagður vera bak við alheimssamsæri. Við fengum að sjá grein í Morgunblaðinu í dag sem er dæmi um þennan málflutning. Maður átti varla von á að þetta bærist hingað til Íslands. Samsæriskenningarnar um Soros eru upprunnar í Austur-Evrópu. Þær hafa líka verið notaðar í Rússlandi – af Vladimir Putin og samherjum hans.

Það er er einna forvitnilegast við þetta – og á sinn hátt áhyggjusamlegast – er að þetta er upprunnið í gyðingahatri. Soros er gyðingur og þetta minnir rækilega á málflutning sem heyrðist í þessum heimshluta á fyrstu áratugum 20. aldar. Sorosvænisýkin kemur upp  í löndum þar sem andúð á gyðingum er landlæg. Fyrir hundrað árum var fókusinn á riti sem kallaðist Úr skýrslum Síonsöldunga. Þetta var ritlingur sem var falsaður af rússnesku keisalögreglunni og átti að sýna fram á samblástur gyðinga um að taka yfir veröldina.

Og alveg eins þá og nú voru ásakanirnar að samsærið gengi út á að taka völdin í fjármálakerifn, guðleysi og afnám siðmenningarinnar. Það var sagt markmið hinna rótlausu gyðinga. Andróðurinn gegn þeim hefur hjómað svona í gegnum aldirnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur