fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Skrítin framsetning kannana

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. október 2017 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að segjast eins og er að framsetning skoðanakannana getur verið dálítið skrítin. Er það vegna þess að fólk man svo stutt aftur – og nennir ekki að fletta upp hlutunum?

Af því hvernig skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag er kynnt mætti ráða að Sjálfstæðisflokkurinn sé að fara að vinna stórsigur í kosningunum en Vinstri græn tapa. Það segir í fyrirsögn að Sjálfstæðisflokkurinn sé með afgerandi forystu.

Staðreyndin er  hins vegar sú að miðað við úrslit kosninganna 2016 er Sjálfstæðisflokkurinn að tapa 5 prósentustigum og 4 þingmönnum. VG er að bæta við sig fylgi sem nemur 4 prósentustigum og bæta við sig 4 þingmönnum.

Nú er alls ekki víst að þetta verði niðurstaða kosninganna. Sigur VG er að sönnu minni en stefndi í um tíma, að sama skapi er Samfylkingin að rétta mjög úr kútnum. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig á síðustu dögunum fyrir kosningarnar 2016 og fékk viðunnandi útkomu. Nú stefnir í eina verstu kosningu sem flokkurinn hefur fengið fyrr og síðar – og það getur haft sín áhrif að Viðreisn er að bæta við sig fylgi og Miðflokkurinn virðist naga í sjálfstæðisfylgið.

 

Lj—smynd: Bragi Þ—r J—sefsson
S: 898-7290
www.bragi.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur