fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Cui bono – Katalónía?

Egill Helgason
Sunnudaginn 22. október 2017 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfsákvörðunarréttur þjóða – þetta var boðskapur sem Wilson Bandaríkjaforseti kom með til Evrópu eftir hildarleik fyrri heimsstyrjaldarinnar, þetta var partur af fjórtán punktunum hans sem hann lagði á borðið í Versalasamningunum. Þetta virðist afar skynsamlegt við fyrstu sýn. Að þjóðir fái að ráða sjálfar sínum málum?

En hvað er þjóð? Austurríki-Ungverjaland brotnaði upp í mörg smáríki eftir fyrra stríð. Innan flestra þeirra voru óánægðir minnihlutar – annarar þjóðar en þeirrar sem var ráðandi í ríkinu. Fyrsta hernaðaraðgerð Hitlers var að leggja undir sig héruð Súdeta-Þjóðverja í Tékkóslóvakíu undir því yfirskini að þeir sættu ofsóknum.

Í Grikklandi og Tyrklandi urðu gríðarlegar hörmungar sem eru furðulega lítt þekktar í norðurálfu. Grikkir sem bjuggu í Tyrklandi voru reknir burt harðri hendi, á móti voru Tyrkir sem bjuggu Grikklandsmegin flæmdir burt. Borgir sem höfðu verið fjölþjóðlegar miðstöðvar verslunar og mannlífs urðu einsleitar – Smyrna var brennd en Saloniki missti sinn margbreytileika. Eftir þessar þjóðernishreinsanir urðu til tvö nokkuð „hrein“ ríki. En þetta var skelfilegur harmleikur.

Við höfum dæmi um hræðileg þjóðernisátök þegar Júgóslavía liðaðist sundur í lok kalda stríðsins. Þar var háð stærsta styrjöld í Evrópu eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari með tilheyrandi fjöldamorðum og nágrönnum sem allt í einu sátu um að drepa hver aðra. Á endanum urðu til sex ný ríki. Það er fjarri því að eintóm hamingja ríki í þeim.

Þetta er eitur þjóðernishyggjunar. Samuel Johnson sagði: Patriotism is the last refuge of the scoundrel. Það er einfalt að stofna þjóðríki þar sem allir eru eins og hafa sama uppruna eins og á Íslandi. Í þjóðahrærigraut eins og er á Spáni er það öðruvísi. Þar færir þjóðremban sig stöðugt upp á skaftið og maður bíður þess, með sorg í hjarta, að blóðsúthellingar hefjist á stöðum þar sem hefur ríkt friður og velsæld.

Hver hefur gagn af því? Cui bono?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?