fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Ég er kominn í leitirnar sko

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. október 2017 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í spjalli okkar í Kiljunni – sem stóð yfir um sjö ára skeið – ræddum við Bragi Kristjónsson stundum um Guðmund Haraldsson rithöfund. Guðmundur var sérstæður og skemmtilegur karakter sem setti svip á miðbæinn um áratuga skeið. Hann drakk kaffi á Prikinu og átti oft erindi í áfengisverslunina á Lindargötu.

Guðmundur var yfirleitt vel klæddur, með hatt eða húfu á höfði og skjalatösku. Gat verið snöggur og skemmtilegur í tilsvörum.

Nú er komið í leitirnar myndskeið sem sýnir Guðmund koma í Lindargöturíkið. Þetta er tekið á síðasta opnunardegi þess árið 1992. Afgreiðslumennirnir ákveða að gera vel við Guðmund af þessu tilefni. Hann fékk sér yfirleitt „eina litla laglega“ flösku eins og hann kallar það í myndbandinu, en þurfti ekki að borga í þetta sinn.

Myndirnar eru teknar af Friðriki Geirdal Júlíussyni sem gaf mér góðfúslegt leyfi til að birta þær.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?