fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Illa lesinn sýslumaður

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. október 2017 12:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nútímasamfélagi finnst manni fátt tilgangslausara en þóttafullir embættismenn. Á árum áður var landið fullt af slíkum mönnum, en almennt held ég að ástandið hafi skánað í þessum efnum.

Sýslumaðurinn í Reykjavík kemur á fund þingnefndar vegna lögbannsins á Stundina. Hann er spurður um álit sitt á erindi sem barst um lögbannið frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Íslendingar eru aðilar að þessari stofnun.

Sýslumaðurinn segist ekki hafa séð yfirlýsinguna – af því hún var ekki send honum sérstaklega. Því segist hann ekki vita hvað var í þessu skjali. Það virkar á mann eins og honum þyki þetta voða flott hjá sér.

Fréttir af yfirlýsingu ÖSE voru í öllum fjölmiðlum í gær. Það er ekki beinlínis erfitt að finna þær á netinu. Með einum til tveimur smellum hefði sýslumaðurinn getað kynnt sér málið – og búið sig þannig undir fundinn með nefndinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?