Hér er viðtal úr Silfri sunnudagsins sem á mikið erindi þessa dagana. Þarna talar Hallgrímur Óskarsson, verkfræðingur og stjórnarmaður í félagi sem nefnist Gagnsæi, um ýmsar meinsemdir í stjórnmálum nútímans, hvernig þau hafa orðið viðskila við almenning, leyndarhyggju sem má segja að hafi fellt eða stórskaðað þrjár síðustu ríkisstjórnir.
Hann talar líka um elítisma, skort á auðmýkt – og áherslu stjórnmálamanna að gangast upp í að sýna vald sitt fremur en að reyna að starfa með öðrum. Og það er einnig spurt hvort stjórnmálin myndu ekki ganga betur ef pólitíkusarnir tileinkuðu sér vinnubrögð íslenska landsliðsins í fótbolta?
Viðtalið við Hallgrím Óskarsson er á vef Rúv.