fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Markauglýsingar á YouTube um Skatta-Kötu og ómælda kyngetu gamallra karla

Egill Helgason
Föstudaginn 13. október 2017 23:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við lifum í heimi þar sem auglýsingar eru sérsniðnar, hannaðar til að hitta beint í mark – og markið er maður sjálfur.

Ég fer stundum inn á YouTube. Aðallega til að skoða skrítnar kvikmyndir sem þar er hægt að finna eða söguleg myndskeið frá því á 20. öld. Í því sambandi hef ég nokkuð sérviskuleg áhugamál, sovéskar myndir eru þar á meðal og epískar kvikmyndir af þeirri gerð sem við sonur minn köllum stolid. Þetta er ekki gott að þýða en myndirnar geta talist vera stirðbusalega gamaldags. Fáum dettur í hug að horfa á þær núorðið.

Oft er Charlton Heston þar í aðalhlutverki. Sem dæmi má nefna myndir eins og El Cid, The Agony and the Ecstasy, Khartoum og 55 Days at Peking, en ég hef líka gaman af gömlum biblíukvikmyndum og myndum sem gerast á tíma Rómverja. Sérstakt áhugamál mitt eru svo kvikmyndir sem gerast í 30 ára stríðinu, en því miður hef ég ekki fundið nema eina.

En nú ber svo við að markauglýsingarnar eru aldeilis farnar að hitta mig fyrir á YouTube. Þær eru einkum tvenns konar. Annars vegar auglýsingar um hvernig ég geti orðið glæsilegt gamalmenni með ómælda kyngetu og hins vegar neikvæðar auglýsingar fyrir kosningarnar í lok mánaðarins sem aðallega beinast að Vinstri grænum.

Ég sé að einn Facebook-vinur minn, Sævar Finnbogason, verður fyrir auglýsingum. Hann lýsir þeim svo:

Nú ber svo við að í hvert skipti sem ég villist inn á JúTjúb til að létta mér lund þarf ég að sitja undir áróðursmynd um Skattaglöðu Kötu. Ég er himinlifandi með það því áður þurfti ég að sitja undir auglýsingum um það hversu óaðlaðandi konum þyki miðaldra karlar sem eru farnir að fitna svolítið og ráðleggja mér hvernig eigi að fara að því verða kyntröll á stuttum tíma án mikillar fyrirhafnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“