fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Smá upprifjun um Sjóð 9

Egill Helgason
Föstudaginn 6. október 2017 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er erfitt að dæma hvaða áhrif fréttir af Bjarna Benediktssyni og fjármunum sem hann náði að taka úr Sjóði 9 í Glitni munu hafa á kosningabaráttuna.

En minna má á að á dögunum í kringum hrun var gríðarlegur darraðardans í bönkunum. Fólk þusti þangað í þeirri von að bjarga peningunum sínum. Það voru ekki síst þeir sem áttu fé í peningamarkaðssjóðunum – því ljóst varð að hefðbundnar bankainnistæður væru tryggðar.

Fólk bæði kom í bankana og hringdi í gríð og erg. Sumir náðu einhverju út, aðrir ekki. Sumum var sagt að peningarnir þeirra yrðu færðir, en það var svo ekki gert – ekki heldur þótt símtölin væru hljóðrituð.

Það er hefur aldrei dulist neinum að sumir voru í betri aðstöðu til að bjarga peningunum sínum en aðrir – vegna tengsla sinna.

Loks brá ríkisstjórnin á það ráð að taka ábyrgðina á Sjóði 9. Ríkið lagði honum til peninga. Megnið af fjármununum sem þar voru endurheimtust. Hugsanlega hefði komið til uppþota ef ekki hefði verið gripið til þessara aðgerða. Eftir hrunið voru sjóðirnir fullir af verðlitlum draslpappírum. En svo voru aðrir sjóðir sem nutu ekki viðlíka björgunarþjónustu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur