fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Kosningarnar og skoðanakannanirnar frá því í fyrra

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. september 2017 18:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru farnar að birtast skoðanakannanir vegna kosninganna sem verða eftir mánuð. En það er aðeins eitt ár síðan var kosið síðast. Eftir kosningarnar þá spannst nokkur umræða um skoðanakannanir, hversu marktækar þær væru, þá var líka rætt um misjafnt gildi skoðanakannana sem byggja á símhringingum og þeirra sem notast við netpanela svokallaða.

Hér eru tölur af fróðlegri Wikipediasíðu um kosningarnar 2016. Hún er á ensku, svona síður eru birtar um kosningar í fleiri löndum og eru mjög gagnlegar. Þarna eru teknar saman helstu skoðanakannanir. Listinn er mun lengri, en ég birti yfirlitið um skoðanakannanir sem gerðar voru mánuðinn fyrir kosningarnar.

 

 

Hér eru svo til samanburðar úrslit kosninganna 29. október 2016 í prósentum. Það sem vekur mesta athylgi er að Sjálfstæðisflokkurinn var mjög vanmældur, það er líka forvitnilegt að skoða muninn milli einstakra könnunarfyrirtækja, kíkjum til dæmis á MMR og Félagsvísindastofnun Háskólans. Píratar voru stöðugt ofmældir miðað við úrslit kosninganna og svo var það alveg fram á kjördag. Framsóknarflokkurinn var með ívið meira en skoðanakannanirnar gerðu ráð fyrir en VG aðeins minna, en munurinn er ekki ýkja mikill.

Nú höfum við fengið þrjár skoðanakannanir í röð þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er mældur með um 23 prósent. En gæti verið að eitthvað svipað yrði uppi á teningnum og í kosningunum í fyrra? Svo má alltaf taka umræðuna um í hve miklum mæli skoðanakannanir eru skoðanamótandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka