fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Ekki nema tvær vikur þar til skila þarf framboðslistum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 26. september 2017 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég segi eins og Vilhjálmur Birgisson, hinn skeleggi verkalýðsforingi á Akranesi, ég er í góðu djobbi og hyggst ekki fara í framboð.

En það hljóta margir að vera að íhuga, það eru mörg sæti á listum sem þarf að fylla. Eiginlega ættu þeir að vera móðgaðir sem eru ekki beðnir.

Flokkur fólksins þarf að koma saman framboðum um allt land, flokkur Sigmundar líka, hvort sem hann nefnist Samvinnuflokkurinn, Miðflokkurinn eða Framfaraflokkurinn.

Þá eru enn ófyllt sæti hjá Samfylkingunni og kannski ekkert brjálæðisleg eftirspurn eftir þeim. Sæti hjá VG gætu hins vegar gefið þingmennsku, þótt þau séu neðarlega á listanum.

Maður gerir ráð fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn verði að mestu leyti með óbreytta lista frá því síðast, þó er til dæmis spurning með Reykjavík suður þar sem Brynjar Níelsson og Sigríður Á. Andersen yrðu í efstu tveimur sætunum að öllu óbreyttu. Einhverjum kynni að þykja það frekar veikt. Og Suðurkjördæmi þar sem Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, var í fjórða sæti síðast og rétt náði inn á þing. Flokkurinn má varla við því að missa hana útbyrðis.

Framsókn er ekki með þingmann í Reykjavík norður, en Lilja D. Alfreðsdóttir er þingmaður Reykjavíkur suður. Þetta sæti þarf að fylla, þar sat Karl Garðarsson síðast og datt út. Eygló Harðardóttir hefur tilkynnt að hún sé að hætta, það þarf að manna fyrsta sætið í Kraganum. Í öðru sæti var síðast Willum Þór Þórsson. Og svo er það barátta Gunnars Braga Sveinssonar og Ásmundar Einars Daðasonar um fyrsta sætið í Norðurlandskjördæmi vestra. Þar er spurning hvort Gunnar Bragi fer með Sigmundi ef hann tapar? Kannski væri sniðugt hjá Framsóknarmönnum að kjósa Gunnar Braga til að þétta raðirnar?

Og svo er það spurningin hverja Sigmundur Davíð fær í framboð með sér. Þorsteinn Sæmundsson hefur gefið sig fram og er þá ekki líklegt að Vigdís Hauksdóttir, áköf stuðningskona Sigmundar, verði líka á lista?

Flokkur fólksins er kominn með Ólaf Ísleifsson, innan Viðreisnar er ákveðin hreyfing í þá átt að tefla fremur Þorsteini Víglundssyni eða Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fremst í kosningabaráttuna en Benedikt Jóhannessyni. Hjá Bjartri framtíð eru líklega nokkuð mörg sæti í boði, enda óvissan talsverð um árangur í kosningunum. Þar má nefna Kragann en þingkonan Theodóra S. Þorsteinsdóttir er búin að lýsa því yfir að hún ætli að hætta.

Framboðsfrestur rennur út á hádegi 10. október svo flokkarnir hafa ekki nema tvær vikur til að klára þetta. Það er ansi naumt. Og auðvitað þarf að safna meðmælendum líka.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“