fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Uber gengur of langt

Egill Helgason
Laugardaginn 23. september 2017 20:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrra var mikil umræða um það hvernig kjör ungs fólks og þeirra sem nú eru að komast á fullorðinsár eru verri en foreldra þeirra – og að ólíklegt sé að það breytist. Þetta unga fólk fær lélegri laun, nýtur minna atvinnuöryggis, minni réttinda, og þegar það eldist verður lífeyrir þess lægri en foreldrarnir eiga að venjast.

Partur af þessu er það sem er kallað á ensku the gig economy. Þetta er stundað af fyrirtækjum eins og Uber – það er ekki viðurkennt ekki að bílstjórar sem aka fyrir þetta alþjóðlega fyrirtæki séu starfsmenn, heldur eru þeir sjálfstætt starfandi, og réttleysið er algjört.

Hins vegar komast slík stórfyrirtæki upp með þetta vegna þess að þau hafa þá ímynd að þau séu í framlínu tækninnar, teljist semsagt vera partur af framförum. Þeir sem andmæla eru þá afturhaldsmenn. En hvað varðar verkafók er þetta auðvitað hrein afturför.

Ímyndið ykkur hvernig hefði orðið uppi fótur og fit ef gömlu auðhringarnir hefðu ætlað að bjóða íbúum Vesturlanda upp á slíkar trakteringar á síðustu áratugum tuttugustu aldar. Engin lífeyrisréttindi, ekkert orlof, engar tryggingar, ekkert starfsöryggi – ofan á léleg og ótrygg laun. Það hefði ekki verið tekið í mál.

En þetta er staðan í dag og furðulegt að margir séu til í að verja rétt stórfyrirtækja til að grafa með þessum hætti undan vinnumarkaðnum. Nú þykir yfirvöldum í Lundúnum að Uber hafi gengið of langt, starfsemi fyrirtækisins er bönnuð. En þá skrifa 500 þúsund Lundúnabúar undir yfirlýsingu þar sem þeir vilja að Uber verði leyft að starfa áfram.

Væri kannski nær að leyfa einhverju nýju að spretta fram sem kemur ekki jafn svívirðilega fram við verkafólk? En Uber hyggur á heimsyfirráð, þess vegna halda þeir fargjöldum sínum nógu lágum til að grafa undan öðrum akstursfyrirtækjum sem fylgja eðlilegum og siðlegum reglum. Um þetta má lesa í ágætri grein í Guardian eftir bílstjóra hjá Uber í London sem fagnar banninu.

Þetta er svo partur af stóru vandamáli. Fyrirtæki sem starfa alþjóðlega á netinu reyna allt hvað þau geta til að borga ekki skatta. Þetta á við um Uber, en líka Facebook, Google og Amazon. Þau starfa en taka ekki þátt í að standa undir þeirri samfélagsþjónustu sem borgararnir ætlast til að sé veitt. Það lendir á öðrum að halda henni uppi og greiða fyrir hana.

Þetta er líka gríðarlega óréttlátt gagnvart öðrum fyrirtækjum, þeim sem vilja stofna ný fyrirtæki og þeim sem starfa á heimamarkaði. Það er helst að Evrópusambandið sé að reyna að bregðast við þessum skattaundanskotum hinna gráðugu einokunarrisa.

 

Fyrirtæki sem stefna á einokun, grafa undan vinnumarkaðnum og vilja ekki borga skatta. Mjög kunnuglegt, en af því þetta er í nafni nútímalegrar tækni er eins og þetta megi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“