Helgi Hrafn Gunnarsson segir ókei við beiðni Birgittu um að hann bjóði sig aftur fram. Þýðir það ekki já? Gæti reynst afar mikilvægt fyrir Pírata. Birgitta skorar á hann og Helgi Hrafn svarar.
En Birgitta lýsir því yfir nú áðan að hún ætli að standa við þau orð sín að hún hætti eftir þetta kjörtímabil. Það verður sjónarsviptir að henni. Og hún hefði getað haldið áfram á þeim forsendum að kjörtímabilið er að reynast vera ekki nema eitt ár.