fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Bjarni heldur áfram – flokkarnir misvel búnir undir kosningar

Egill Helgason
Föstudaginn 15. september 2017 17:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir höfðu gert því skóna að Bjarni Benediktsson myndi segja af sér eða hrökklast frá völdum í Sjálfstæðisflokknum eftir atburðarás síðustu daga. En svo er ekki. Hann mætti á blaðamannafund, sem var afar vel skipulagður út frá sjónarmiði almannatengsla, hann mun eiga sviðið í öllum fréttatímum kvöldsins. Og hann boðar að haldnar verði kosningar í nóvember – þar sem hann mun leiða Sjálfstæðisflokkinn enn á ný.

Það er líka svo skringilegt að flokkurinn hefur ekki annað formannsefni. Það er er enginn annar í þessum sögufræga flokki. Bjarni er óskoraður leiðtogi hvað sem á gengur. Á sinn hátt er það dálítið dapurt að mannvalið í stjórnmálunum sé svo lítið. Og Bjarni er dálítið teflon, það verður að segjast eins og er.

Sjálfstæðisflokkurinn mun í kosningum leggja áherslu á stöðugleika og vara við ístöðulausum smáflokkum. Flokkurinn hefur vel skipulagða maskínu sem hann getur ræst með litlum fyrirvara – og hann getur náð í fé til að reka kosningabaráttu.

Gleymum ekki að hálfu ári eftir kosningar í nóvember eru bæjar- og sveitastjórnakosningar. Ein kenningin er sú að Björt framtíð hafi ekki síst viljað komast úr ríkisstjórninni vegna sveitarstjórnarfólksins sem var mjög farið að ókyrrast.

Það er spurning hvernig aðrir flokkar eru búnir undir kosningar. Sumir þeirra geta stillt upp nánast óbreyttum listum frá kosningunum í október í fyrra. Það er spurning hvort eitthvað af Samfylkingarþingmönnunum sem duttu út vilji reyna aftur, en kannski væri betra fyrir Samfylkinguna að mæta með nýjan hóp. En kosningarnar koma óþægilega snemma fyrir Samfylkinguna eftir fylgistapið síðast.

Björt framtíð mætti með mikið af sveitarstjórnarfólki sínu á listum í síðustu kosningum – það verður varla mikil eftirspurn eftir sætum á lista þar. Brotthlaupið úr ríkisstjórninni nær varla að vera lífakkeri fyrir þann flokk. Eftir stjórnarsetuna mun Viðreisn þurfa að skýra vel út hvaða erindi flokkurinn á – innan úr þeim herbúðum heyrast þær raddir að Benedikt Jóhannesson sé ekki alveg heppilegur sem formaður og aðaltalsmaður.

Sigurður Ingi Jóhannsson mun leiða Framsóknarflokkinn í kosningum í annað sinn, kannski áttu fáir von á því, en Lilja Alfreðsdóttir er senuþjófurinn sem líklegt er að taki við flokknum.

Flokkur fólksins hlýtur að reyna framboð í öllum kjördæmum, slík er fylgissveiflan. En auðvitað getur verið erfitt að koma því í kring. Það er jafnvel hugsanlegt að það verði Flokkur fólksins sem gefi tóninn í kosningunum. Þátt fyrir fögur fyrirheit í stjórnmálaumræðum hefur lítið farið fyrir stórátökum í þágu aldraðra, öryrkja og sjúkra. Einhvern veginn þagna slíkar raddir eftir kosningar. En FF getur tekið fylgi frá öllum flokkum sem munu sjá sig knúna til að bregðast við þeim – jafnvel í innflytjendamálunum líka.

Bjarni fer til Guðna forseta á morgun og biður um þingrof. Guðni verður væntanlega við þeirri ósk, enda virðast ekki vera neinir möguleikar á að mynda stjórn í stöðunni. Enginn virðist vera að reyna það. Það verður þá starfsstjórn undir forystu Bjarna fram að kosningum. Hverjir taka við eftir þær?

Vinstri vængnum mistókst að ná völdum í kosningunum fyrir ári, þótt munaði mjóu. Tekst honum það núna? Eða verður Framsókn aftur lykilstöðu og ríkisstjórnin kannski Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Flokkur fólksins?

Það er ekki víst að kosningarnar muni breyta miklu.

 

Mynd: DV, Sigtryggur Ari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið telst trauðla menningarstofnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“

Hildur hæðist að Sigmundi og upphlaupi hans í gær – „Það má brosa að því þegar formaðurinn baunar“