Rapparinn Góði úlfurinn sló í gegn undir lok árs 2017, fyrst með laginu Græða peninginn og síðan Hvenær kemur frí?
Góði úlfurinn er listamannsnafn Úlfs Emilio en hann er 10 ára gamall og nemandi í 5. bekk í Austurbæjarskóla. Og á sumardaginn fyrsta býður hann öllum í garðpartý, þar sem hann mun að sjálfsögðu taka lagið og það tvisvar.
Tilefnið er ærið, því Úlfur og fjölskylda hans eru að flytja til útlanda. „Það er því nokkurn veginn allt til sölu,“ segir móðir hans Tina Þórudóttir Þorvaldar heklari.
Það er allskonar skran og góss til sölu. „Eins og til dæmis hannyrðir, heklbækurnar mínar, garn, bækur,, leikföng, föt og fleira.“
Góði Úlfurinn mun taka lagið kl. 14 og aftur kl. 16. Það er því tilvalið að taka göngutúr um Norðurmýrina og kíkja í garðpartý, en fjölskyldan býr á Gunnarsbraut 32.