fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Minningarorð um annan helming Steely Dan

Egill Helgason
Sunnudaginn 3. september 2017 21:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við vorum í veiðitúr við Kleifarvatn ég og Kristján vinur minn með pabba hans, fórum þangað í eldgömlum Volvo, nenntum lítið að veiða en höfðum þeim mun meiri áhuga á að hlusta á Topp tíu með Erni Petersen í útvarpinu. Héngum við bílinn og hlustuðum. Þetta var sumarið 1973.

Ég man að þarna heyrði ég fyrst í Steely Dan – það var lagið Do It Again. Það var nóg af góðum lögum í þá daga. Í sama þætti minnir mig að hafi verið spilað Drift Away með Dobie Gray og Rubber Bullets með 10CC. (Ég fletti þessu upp og það getur alveg staðist hvað timann varðar.)

Can´t Buy a Thrill er fyrsta stóra plata Steely Dan. Það eru fá byrjendaverk sem slá henni við. Þetta er djöfullega klár músík. Þótti vitsmunaleg fram úr hófi en köld. Flóknir djasshljómar fóru að renna inn í rokkið. Lagahöfundarnir, Donald Fagen og Walter Becker, ráku síðar alla úr hljómsveitinni og unnu árum saman í stúdíóum með bestu hljóðfæraleikurum Bandaríkjanna.

Spiluðu aldrei á tónleikum. Sáust aldrei brosa á myndum.

Pönkararnir þoldu þá líklega ekki. Samt var nafnið á hljómsveitinni komið frá einu af ídólum pönksins, William Burroughs. En þetta var of flókið, of kaldhæðnislegt, of sófístikerað.

Svo komu plöturnar Countdown to Ecstasy, Pretzel Logic, Kathy Lied, The Royal Scam, Aja, Gaucho. Eintóm meistaraverk á innan við tíu ára tímabili. Svo hættu þeir að spila saman Becker og Fagen, en birtust aftur nokkuð löngu síðar og voru þá orðnir mjög tilkippilegir að flytja tónlist sína á hljómleikum. Gerðu tvær plötur sem voru ágætar, önnur fékk Grammy.

Ég sá þá þrisvar sinnum á sviði, einu sinni í Berlín, tvisvar í Bandaríkjunum. Fagen var aðal á sviðinu – en nærvera Beckers var á einhvern hátt góð. Þeir voru tvíeyki – náðu fyrst saman á unglingsaldri. Fagen skrifar í fallegum minningarorðum um Becker vin sinn látinn að þeir hafi hist 1967 í Bard College í New York. Þeir hafi haft svipuð áhugamál – og þarna eru einmitt hlutir sem mótuðu Steely Dan, tónlistina og textana.

Djass (frá þriðja áratugnum fram á miðjan sjöunda áratuginn), W.C. Fields, vísindaskáldskapur, Marx bræðurnir, Nabokov, Kurt Vonnegut, Thomas Berger, myndir eftir Robert Altman. Líka soul tónlist og blús frá Chicago.

 

 

Walter Becker er sá til vinstri, með síða hárið. Tilkynnt var um andlát hans í dag. Hann var 67 ára að aldri.

Svo læt ég þetta fljóta með. Ekki eitt af frægari lögunum. Af plötunni Gaucho frá 1980.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar

Helen skrifar: Uppreisnarhaf íslenskunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“

Ragnar Þór segir þingmann Framsóknarflokksins staðfesta spillingu í landbúnaði – „Allt í boði spilltra stjórnmála“