fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Monthús reynist ónýtt

Egill Helgason
Sunnudaginn 27. ágúst 2017 22:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni var ég í útsendingu frá húsi Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls. Mér varð það á að segja að við værum stödd í „musteri spillingar“. Það var bæði vegna þess hvernig staðið var að byggingu Orkuveituhússins, hvað það kostaði og hvað það var sett niður á vondum stað, og líka vegna þess að þá voru uppi ýmis hneykslismál sem tengdust Orkuveitunni. Ég man að þetta olli mikilli reiði í ranni Orkuveitunnar sem vildi að ég bæðist afsökunar.

Þetta er löng sorgarsaga, eitt hið nýjasta er að jarðhitinn á Hellisheiði dugir ekki fyrir verksmiðju Norðuráls og þarf að bora fleiri holur með ærnum kostnaði til að viðhalda gufuöfluninni. Þetta er sorgarsaga sem sýnir að þeir sem réðu ferðinni voru ekki starfi sínu vaxnir og hlíttu ekki viðvörunum vísindamanna.

En húsið á Bæjarhálsi er kapítúli út af fyrir sig. Það er líklega ónýtt, eða dettur einhverjum í að setja hátt í tvo milljarða í að gera við þetta hús. Kannski er hægt að selja það einkaaðilum fyrir slikk, þeir geta þá reynt að lappa upp á það? Málið er að húsið, og öll fínimennskan innandyra, var sennilega alveg óþarft. Það hefði hæglega mátt byggja smávegis við húsið sem Orkuveitan hafði yfir að ráða á Suðurlandsbraut. Þetta var hreint monthús – og nú kemur montið í hausinn á þeim sem véluðu um það.

Þessar fréttir vekja reyndar upp stórar spurningar um ásigkomulag húsa sem hafa verið byggð á Íslandi síðustu tvo áratugina eða svo, mörg með leifturhraða. Gæti farið svo að heilu og hálfu hverfin liggi undir skemmdum?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka