fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Ótrúlega óréttlátt samfélag

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. ágúst 2017 04:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

There are no second acts in American lives. Þetta skrifaði rithöfundurinn F. Scott Fitzgerald. Sjálfur dugði hann ekki nema einn þátt því hann drakk sig í hel og dó langt fyrir aldur fram. Það hefur verið deilt um hvað Fitzgerald átti við, en mér koma þessi orð í hug þegar horft er upp á fátækt, heimilis- og umkomuleysi í Bandaríkjunum.

Heimilislaust fólk er út um allt. Ég stalst til þess í dag að taka myndir af nokkrum heimilislausum mönnum í misjöfnu ástandi. Skýringarnar á heimilisleysinu eru ýmsar, en ein er sú að fólk fær ekki annað tækifæri, það er enginn annar eða þriðji þáttur. Fólk verður gjaldþrota, ein aðalástæða þess eru lækna- og sjúkrahúsreikningar sem það ræður ekki við að borga – og þá er það komið út úr samfélaginu. Hefur enga möguleika á að fá lán eða neina fyrirgreiðslu. Er varla til lengur. Án credit rating er maður ekkert í Bandaríkjunum.

Ein ástæða fjölgunar heimilisleysingja er líka sú að víða hefur verið slakað aðeins á refsistefnunni hörðu. Fólki er hleypt út úr fangelsum fyrr en ella, en það hefur ekki að neinu að hverfa. Því bíða engin störf, ekkert kerfi sem tekur á móti þeim. Sums staðar missa fangar öll réttindi – fá ekki einu sinni að kjósa framar.

Og svo er náttúrlega hinn hræðilegi faraldur ópíumefna og sterkra verkjalyfja sem gengur yfir Bandaríkin. Þegar maður sér fólk undir slíkum áhrifum getur maður ekki varist því að hugsa að varla geti verið til ömurlegri víma.

Manni sárnar í raun að horfa upp á skrípalætin í kringum Hvíta húsið og allan fréttaflutninginn af honum, allt tilgangsleysið og blaðrið, þegar maður þarf ekki annað en að fara út fyrir dyr til að sjá hið hræðilega misrétti. Ég velti stundum fyrir mér hvort meðal-Bandaríkjamaðurinn verði smátt og smátt ónæmur fyrir þessu, því það virðist svo sáralítið gert til að bæta samfélagið í raun. Ójöfnuður eykst stöðugt og hreyfanleiki milli stétta í samfélaginu er óvíða minni. Bandaríski draumurinn um að allir geti meikað það er hrein blekking – menntun er afar dýr líkt og heilbrigðisþjónustan og fólk af lægri stéttum hefur lítinn aðgang að henni.

Fyrir nokkrum árum gekk ég óvart að kvöldlagi inn á Skid Row í Los Angeles, stærsta samfélag heimilislauss fólks í Bandaríkjunum. Það var eins og að stíga inn í skuggaveröld og ég verð að viðurkenna að ég forðaði mér þaðan fljótt aftur. En þessar myndir eru teknar í hinni ríku borg Boston í dag, allar í hverfum þar sem er langt í frá almenn sárafátækt.

En eins kona sem er búsett hér vestanhafs sagði við mig um daginn: „Það er svo ótrúlegt óréttlæti í þessu samfélagi.“

 

Blindur heimilislaus maður dregur eftir sér kerru framhjá ríkmannlegu hóteli. Hvíti stafurinn sem hann var með sést ekki á myndinni.

Legið utan við vegg á fjölfarinni aðalgötu.

Heimilislaust fólk sofandi að morgni við virðulegt minnismerki um írska frelsishetju.

Á sama stað. Ábreiðurnar eru til að skýla fyrir sólinni, það var heitt þennan dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum