fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Eyjan

Gjaldþrot nýja vinstrisins í Grikklandi

Egill Helgason
Sunnudaginn 30. júlí 2017 04:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagar sem komust til valda 2015 og áttu samneyti í ríkisstjórn um hríð eru nú svarnir óvinir og rífast eins og hundar og kettir í fjölmiðlum. Þetta eru Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Yannis Varoufakis sem um tíma var fjármálaráðherra. Enn er deilt um frammistöðu Varoufakis í því embætti, sumir segja að plön hans um að ganga úr evrunni hafi verið tóm vitleysa, aðrir líkja þessu baktjaldamakki hans við landráð – en svo á hann líka sína bandamenn – meira að segja í flokki Tsipras sem hann hefur fjarlægst óðum.

En Syriza, flokkurinn sem þeir voru báðir í, bræðingur vinstri flokka, hefur aldeilis fengið að upplifa hvernig er að þurfa að stjórna ríki. Tsipras viðurkennir að hann hafi haft ýmsar ranghugmyndir, en tekur þó fram að hann hafi aldrei verið að ljúga. En Tsipras hefur verið að gera þveröfugt við það sem hann lofaði, skera niður, hækka skatta, einkavæða og nú er hann að snúa aftur með Grikkland á alþjóðlegan skuldabréfamarkað. Stórar yfirlýsingar hafa komið eins og bjúgverpill í hausinn á honum. Auðvitað er þetta algjört skipbrot vinstri stefnunnar sem hann boðaði, en sósíaldemókrataflokkurinn gamli Pasok er í rúst – svo það eru varla aðrir til að taka við keflinu vinstra megin við miðju. Skoðanakannanir benda til þess að Nea Demokratia, hægri flokkurinn sem var við stjórn þegar Grikkland sigldi inn í mestu ógöngurnar, nái örugglega völdum í næstu kosningum.

Vinstri bylgjan hefur semsagt hjaðnað rækilega í Grikklandi. Það er líka komið spillingarorð á Syriza sem hefur verið að koma sínu fólki fyrir í öruggum stöðum, er að koma upp nýju kerfi einkavina, sýnir linkind gagnvart spillingunni í opinbera geiranum – flokkurinn er líka ásakaður fyrir að taka ekki nógu hart á gengjum svonefndra anarkista sem fara rænandi, brennandi og brjótandi rúður um Aþenu.

 

Varoufakis og Tsipras meðan allt lék í lyndi milli þeirra og kjósendur trúðu því að Syriza myndi breyta einhverju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum