Við hittum þennan náunga á götu í Boston og síðan á kaffihúsi. Spjölluðum aðeins við hann – hann fann hjá sér þörf fyrir að segja okkur hvað hann gerði. Útlitið var semsagt ekki tilviljun. Það þurfti eiginlega ekki að skýra þetta út.
Svo spurði hann hvort það sé rétt að á Íslandi sé bar sem nefnist The Big Lebowkski. Við sögðum að svo væri. Það þótti honum áhugavert.
Veltum svo fyrir okkur hvort væri ekki rétt að bjóða The Dude að koma á þann bar – hann gæti setið þar einhverja hríð.