fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Plastpláneta

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. júlí 2017 21:33

Plast er mikið vandamál í náttúrunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég furða mig oft á því hvað er hægt að troða miklu af matvælum og alls kyns varningi í plast. Hlutir eru vafðir í plast, klæddir í plast, settir utan um þá plastfilma, látnir í plastpoka og svo eru allar plastflöskurnar.

Ég man nefnilega eftir heimi sem var ekki svona. Þegar ég var að alast upp voru plastumbúðir enn tiltölulega sjaldgæfar. Plastflöskur utan um drykki voru varla til og plastpokar fágætir.

Mikið af þessari plastnotkun er algjörlega tilgangslaus. Við könnumst öll við að taka hluti úr plastumbúðum sem okkur þykja fáránlega miklar og óþarfar. Við tuðum kannski, en látum gott heita.

Í nýrri bandarískri rannsókn er því haldið fram að magn plasts sem hefur verið framleitt í heiminum sé 8,3 milljarðar tonna. Þetta hefur gerst á síðustu 65 árunum – og framleiðslan hefur aukist eftir því sem tíminn líður. Helmingur plastsins hefur verið framleiddur síðustu 13 árin.

Mikið af plastinu hefur mjög stuttan notkunartíma þannig að það endar með einhverjum hætti úti í náttúrunni. Plastið er sett í uppfyllingar. Plastagnir er að finna alls staðar í heimshöfunum, líka við heimskautin. Plastið eyðist ekki. Og aðeins örlítill hluti af því fer í endurvinnslu. Því er spurt hvort við ætlum að sætta okkur við að búa á plastplánetu.

Plast getur verið mjög gagnlegt efni og það er ódýrt í framleiðslu. Það er ekki flókið hvers vegna svo mikið er notað af því. En allt þetta plastsukk er  líka skelfileg umhverfisvá sem við erum varla farin að takast á við.

Það dugir heldur skammt að koma bara í veg fyrir notkun plastpoka þótt það láti okkur kannski líða aðeins betur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eiður og Vicente í KR
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“