Hér er röð af mögnuðum skýringamyndum frá fyrirtæki sem nefnist Dwarshuis og sýna ljóslifandi útbreiðslu Airbnb íbúða í nokkrum borgum síðan fyrirbærið varð til 2008. Borgirnar eru New York, Berlín, Amsterdam og Barcelona.
Hver punktur er íbúð sem er leigð út – og nafn eigandans birtist.
Skoðið kortið frá Barcelona. Þar sér maður hvað fjöldinn er orðinn yfirgengilegur, hvernig þetta hlýtur að breyta bæði húsnæðismarkaðnum og íbúasamsetningu borga – það er kannski ekki furða að í Barcelona séu margir að gefast upp á túrismanum.