fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Til hvers skattaafsláttur til hlutabréfakaupa – á almenningur erindi á íslenska hlutabréfamarkaðinn?

Egill Helgason
Mánudaginn 17. júlí 2017 15:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem var boðað af ákefð fyrir hrun var ákveðin tegund af hluthafalýðræði, þar sem fólkið væri að kjósa með því að kaupa sér hlutabréf og eignaðist með því hlutdeild í atvinnlífinu. Og ein kenningin var sú að ekki þyrfti að breyta kvótakerfinu því almenningur myndi einfaldlega eignast hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum og verða þannig eigandi fiskveiðiauðlindarinnar.

Þetta gekk ekki alveg eftir. Margir töpuðu stórum fjárhæðum á íslenska hlutabréfamarkaðnum, fyrirtæki reyndar komu þangað inn og fóru út aftur, uns fáir voru eftir nema bankar og baskarar – það var frægt að hlutabréfavísitalan fór hæst í 9040 en endaði að mig minnir í 300.

Á þessum tíma var stundum talað um meirafíflskenninguna. Semsagt að á enda hlutabréfakeðjunnar sæti einhver sem keypti á háu verði síðast, stuttu fyrir hrun, og sæti svo uppi með tapið. Sá er meira fíflið eða kannski mesta fíflið.

Nú er aftur byrjaður söngur um að almenningur eigi að fara að fjárfesta í hlutabréfum. Þetta heyrist frá Viðskiptaráði sem heimtar nú að verði aftur veittur skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa.

Einhver gæti spurt: Hví ætti að veita skattaafslátt vegna þess fremur en annarra hluta sem gætu haft samfélagslega þýðingu eða varðað hag almennings?

En svo hringja viðvörunarbjöllur. Á hlutabréfamarkaðnum hérna hafa helst verið lífeyrissjóðir og svo „fagfjárfestar“ – sem sumir eru í því að „teika“ lífeyrissjóðina. Reynslan segir okkur að íslenskur hlutabréfamarkaður sé mjög ótraustur. Stundum heyrir maður sagt að hann sé „grunnur“. Er einhver ástæða til að ætla að almenningur eigi erindi þangað inn – nema þá til að tapa peningum um síðir?

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“