fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Sterk stéttarvitund forstjóranna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 6. júlí 2017 05:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölur sýna að laun forstjóra hækka mikið og langt umfram það sem er hjá öðru fólki. Það er tuðað yfir þessu en þessu verður varla haggað. Við notum orðið forstjóra, en það má kannski tala um hátt setta stjórnendur hjá fyrirtækjum. Seinna fylgja eftir hátt settir embættismenn hjá ríkinu og ríkisforstjórarnir – þeirra hækkanir koma þegar Kjararáð lætur til sín taka.

En þessar hækkanir undirstrika eitt sérstaklega – nefnilega að stéttarvitund er hvergi meiri en hjá forstjórum. Þeir sitja í stjórnum og nefndum sem hækka laun hver annars á víxl – sá sem útdeilir getur líka verið viss um að til hans verður útdeilt.

Það kom smá hik í forstjórahækkanirnar í hruninu, en nú er þetta komið á fullan skrið aftur. Einu sinni voru forstjóralaun kannski þreföld til fimmföld á við almenna launþega, en nú kippa menn sér varla upp við þótt þau séu tuttuguföld eða þrjátíuföld.

Við skulum samt gá að því að þetta er alþjóðleg þróun. Í Bretlandi eru forstjóralaun löngu komin út úr kortinu – þar er vel passað upp á að skussar í forstjórastólum fái líka sinn hlut, enda snýst þetta eins og áður var sagt ekki síst um stéttarhagsmuni. Þar er nú hart deilt um reglu sem segir að ekki megi hækka laun opinberra starfsmanna um meira en 1 prósent. Hér á Íslandi hefur verið reynt að koma á svokölluðu Salek-samkomulagi um kaup og kjör, en það verður að segja eins og er að hækkanirnar til forstjóra og embættismanna hafa eyðilagt það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“