Vinur minn einn spurði hvort það væri virkilega svo að einungis níu barnamyndir með íslensku tali væri að finna á Netflix?
Ég svaraði:
Það sem eru stærstu tíðindin við Netflix er hvað fólk sættir sig við lítið og lélegt úrval, en er samt með þá tilfinningu að það sé í svaka góðu sambandi. En úrvalið er eins og í einni hillu á vídeóleigu á Bíldudal á tíma vhs.
Málið er að þetta er satt, eins og má lesa í þessari grein sem fjallar um úrvalið á efnisveitunum, þætti sem eru sýndir þar og detta svo út, flókin réttindamál – og svo að úrvalið var miklu meira þegar efnið var á áþreifanlegu formi.
Ein tillagan í greininni er að fólk eigi kannski ekki að flýta sér um of að henda diskunum sínum.